Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar 7. febrúar 2025 15:00 Samgöngustofa hefur fyrirskipað Isavia að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar frá miðnætti 8. febrúar. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugvéla. Í samkomulagi milli ríkis og borgar um framtíð og hlutverk Reykjavíkurflugvallar hefur verið ákvæði um að fara þurfi í trjáfellingar í Öskjuhlíð en Reykjavíkurborg hefur aðeins framkvæmt lítinn hluta af því verkefni. Hik hefur verið hjá borgaryfirvöldum að sinna þessari skyldu sinni og þess vegna er fyrrnefndum flugbrautum lokað. Þessi staða hefur valdið miklu umróti og skapað óöryggi hjá þjóðinni. Fólk óttast sérstaklega að ekki verði hægt að sinna sjúkraflugi eins og áður. Það muni hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga til hins verra að mati fagaðila. Á ári hverju eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi.Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráðaþjónustu á Landspítala. Þar er átt við sjúklinga þar sem hver mínúta skiptir máli og á það við um sjúklinga sem fá heilablóðfall, kransæðaþrengingar og alvarlega fjöláverka. Í slíkum tilfellum myndi lengdur flutningstími geta dregið verulega úr lífslíkum og batahorfum viðkomandi sjúklinga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að samkvæmt landslögum eiga landmenn jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Til að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að hafa öruggt sjúkraflug sem hægt er að treysta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi og ýmis bæjarfélög hafa sent frá sér yfirlýsingar til borgarstjórnar þar sem aðilar lýsa yfir þungum áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins tekur þessar yfirlýsingar og áhyggjur alvarlega og hvetur borgaryfirvöld að bregðast við með ábyrgð og leysa máli sem fyrst. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Flokkur fólksins Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Samgöngustofa hefur fyrirskipað Isavia að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar frá miðnætti 8. febrúar. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugvéla. Í samkomulagi milli ríkis og borgar um framtíð og hlutverk Reykjavíkurflugvallar hefur verið ákvæði um að fara þurfi í trjáfellingar í Öskjuhlíð en Reykjavíkurborg hefur aðeins framkvæmt lítinn hluta af því verkefni. Hik hefur verið hjá borgaryfirvöldum að sinna þessari skyldu sinni og þess vegna er fyrrnefndum flugbrautum lokað. Þessi staða hefur valdið miklu umróti og skapað óöryggi hjá þjóðinni. Fólk óttast sérstaklega að ekki verði hægt að sinna sjúkraflugi eins og áður. Það muni hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga til hins verra að mati fagaðila. Á ári hverju eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi.Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráðaþjónustu á Landspítala. Þar er átt við sjúklinga þar sem hver mínúta skiptir máli og á það við um sjúklinga sem fá heilablóðfall, kransæðaþrengingar og alvarlega fjöláverka. Í slíkum tilfellum myndi lengdur flutningstími geta dregið verulega úr lífslíkum og batahorfum viðkomandi sjúklinga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að samkvæmt landslögum eiga landmenn jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Til að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að hafa öruggt sjúkraflug sem hægt er að treysta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi og ýmis bæjarfélög hafa sent frá sér yfirlýsingar til borgarstjórnar þar sem aðilar lýsa yfir þungum áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins tekur þessar yfirlýsingar og áhyggjur alvarlega og hvetur borgaryfirvöld að bregðast við með ábyrgð og leysa máli sem fyrst. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar