„Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:40 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var í skýjunum eftir dramatískan tveggja marka sigur í dag. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok eftir ótrúlega endurkomu Fram er liðið sigraði Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Á tímapunkti í leiknum hafði hann litla sem enga trú á að liðið gæti snúið blaðinu við. „Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu. Fram Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
„Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira