Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 07:34 Viktor Gísli Hallgrímsson virðist vera á leið til sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar. Vísir/Vilhelm Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu. Mögnuð frammistaða Viktors Gísla á nýafstöðnu HM er ekki það sem ræður því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn skuli fara frá pólska félaginu Wisla Plock til Barcelona í sumar. Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir mörgum mánuðum að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla og gert við hann samning sem gildi frá 2025 til 2027. Blaðið hefur nú ítrekað þessa frétt og það að Viktor Gísli taki við af spænska landsliðsmarkverðinum Gonzalo Pérez de Vargas sem fer til Kiel í sumar. Á næstu leiktíð verða Viktor Gísli og besti markvörður heims, hinn danski Emil Nielsen, því samherjar. Nielsen átti flestar markvörslur og varði hlutfallslega flest skot á HM og varð heimsmeistari en næstur á eftir honum varð einmitt Viktor Gísli. Mundo Deportivo segir að Viktor Gísli, sem er 24 ára og því þremur árum yngri en Nielsen, fái eina leiktíð til þess að læra af Dananum en eftir hana fari Nielsen til Veszprém í Ungverjalandi. Spænska blaðið greinir svo frá því að sumarið 2026 komi Sergey Hernández til Börsunga, í stað Nielsen, og deili markvarðarstöðunni með Viktori að minnsta kosti tímabilið 2026-27. Hernández hefur leikið vel með Íslendingaliðinu Magdeburg í Þýskalandi og varði mark Spánar á HM í janúar ásamt De Vargas. Þeir vörðu nánast nákvæmlega jafnmörg skot á mótinu og þóttu standa sig ágætlega þó að spænska landsliðið ylli vonbrigðum. Spænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Mögnuð frammistaða Viktors Gísla á nýafstöðnu HM er ekki það sem ræður því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn skuli fara frá pólska félaginu Wisla Plock til Barcelona í sumar. Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir mörgum mánuðum að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla og gert við hann samning sem gildi frá 2025 til 2027. Blaðið hefur nú ítrekað þessa frétt og það að Viktor Gísli taki við af spænska landsliðsmarkverðinum Gonzalo Pérez de Vargas sem fer til Kiel í sumar. Á næstu leiktíð verða Viktor Gísli og besti markvörður heims, hinn danski Emil Nielsen, því samherjar. Nielsen átti flestar markvörslur og varði hlutfallslega flest skot á HM og varð heimsmeistari en næstur á eftir honum varð einmitt Viktor Gísli. Mundo Deportivo segir að Viktor Gísli, sem er 24 ára og því þremur árum yngri en Nielsen, fái eina leiktíð til þess að læra af Dananum en eftir hana fari Nielsen til Veszprém í Ungverjalandi. Spænska blaðið greinir svo frá því að sumarið 2026 komi Sergey Hernández til Börsunga, í stað Nielsen, og deili markvarðarstöðunni með Viktori að minnsta kosti tímabilið 2026-27. Hernández hefur leikið vel með Íslendingaliðinu Magdeburg í Þýskalandi og varði mark Spánar á HM í janúar ásamt De Vargas. Þeir vörðu nánast nákvæmlega jafnmörg skot á mótinu og þóttu standa sig ágætlega þó að spænska landsliðið ylli vonbrigðum.
Spænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita