Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 10:15 KA og Víkingur eru á meðal þeirra félaga sem leggja til fjölgun varamanna. vísir/Diego Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira