Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 10:16 Kendrick Lamar á sviði fyrir miðju. Cindy Ord/Getty Images Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Beðið var eftir komu hans með mikilli eftirvæntingu og kynnti stórleikarinn Samuel L. Jackson hann svo á svið í hlutverki bandaríska erkifrændans Sam. Rapparinn hefur eldað grátt silfur með erkifjanda sínum rapparanum Drake og biðu margir með öndina í hálsinum eftir því að hann tæki lag sitt Not Like Us, þar sem hann skýtur föstum skotum á kanadískan kollega sinn og ýjar að því að hann sé haldinn barnagirnd. Atriði Lamar má horfa á neðst í fréttinni. Lamar hótaði því nokkrum sinnum að taka lagið áður en hann lét loksins undan rétt fyrir lok sýningarinnar. Rappararnir fóru mikinn í deilum sín á milli síðasta sumar og skutu föstum skotum að hvor öðrum. Drake hefur lögsótt Kendrick Lamar vegna lagsins og grínaðist Kendrick með það á sviði í gærkvöldi. Hann ávarpaði Drake í myndavélina, sagði „Hey Drake,“ áður en hann tók hið umdeilda lag. Líklega að ráðleggingum lögfræðinga sinna sleppti hann því þó að kalla Drake berum orðum barnaníðing. Meðal annarra sem létu sjá sig var söngkonan SZA sem tók tvö lög með rapparanum. Þá mætti tennis stjarnan Serena Williams óvænt á svið og tók dansinn undir lagi rapparans um Drake, sem vill svo til að er hennar fyrrverandi kærasti. Ofurskálin Tónlist Hollywood Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Rapparinn hefur eldað grátt silfur með erkifjanda sínum rapparanum Drake og biðu margir með öndina í hálsinum eftir því að hann tæki lag sitt Not Like Us, þar sem hann skýtur föstum skotum á kanadískan kollega sinn og ýjar að því að hann sé haldinn barnagirnd. Atriði Lamar má horfa á neðst í fréttinni. Lamar hótaði því nokkrum sinnum að taka lagið áður en hann lét loksins undan rétt fyrir lok sýningarinnar. Rappararnir fóru mikinn í deilum sín á milli síðasta sumar og skutu föstum skotum að hvor öðrum. Drake hefur lögsótt Kendrick Lamar vegna lagsins og grínaðist Kendrick með það á sviði í gærkvöldi. Hann ávarpaði Drake í myndavélina, sagði „Hey Drake,“ áður en hann tók hið umdeilda lag. Líklega að ráðleggingum lögfræðinga sinna sleppti hann því þó að kalla Drake berum orðum barnaníðing. Meðal annarra sem létu sjá sig var söngkonan SZA sem tók tvö lög með rapparanum. Þá mætti tennis stjarnan Serena Williams óvænt á svið og tók dansinn undir lagi rapparans um Drake, sem vill svo til að er hennar fyrrverandi kærasti.
Ofurskálin Tónlist Hollywood Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira