„Púsluspilið gekk ekki upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 15:57 Sölvi Geir Ottesen segir ekki hafa verið hægt að koma leikjum Víkings í Lengjubikarnum fyrir. Huga þurfi að leikmönnum liðsins sem eru að koma undan lengsta tímabili í sögu íslensks fótboltaliðs. vísir/Aron Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir lið hans ekki hafa haft annan kost en að segja sig úr Lengjubikar karla í fótbolta vegna anna þess í Sambandsdeild Evrópu. Leikirnir hafi einfaldlega ekki komist fyrir. Líkt og greint var frá á Vísi síðdegis drógu Víkingar lið sitt úr keppni í Lengjubikarnum í dag. Víkingur átti að spila næsta leik í keppninni um helgina, en þá verður liðið erlendis vegna einvígisins við Panathinaikos. Æfingaferð er einnig á dagskrá hjá liðinu og það gekk einfaldlega ekki upp að troða inn fjórum leikjum næsta mánuðinn. „Við erum ekki vön því að vera í þessari stöðu, að komast áfram í Evrópukeppninni, og ekki að spila á þessum tíma, svona stóra leiki. Að reyna að koma inn Lengjubikarnum og æfingaferð innan um Panathinaikos-leikina, það var bara of mikið. Púsluspilið gekk ekki upp,“ segir Sölvi Geir í samtali við Vísi. „Við höfum reynt að koma þessum leikjum að og okkar vilji var að spila þessa leiki en tíminn gafst ekki. Við þurfum að passa upp á leikmennina okkar og að keyra þá ekki út. Þeir eru að koma úr mjög krefjandi tímabili, þar sem ekkert íslenskt lið hefur spilað eins marga leiki og við gerðum í fyrra. Til að passa upp á líkamlegan og andlegan þátt leikmanna og starfsfólks var ekki sniðugt fyrir okkur að halda áfram í Lengjubikarnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingar spila sögulega leiki við Panathinaikos á morgun og á fimmtudaginn næsta en þeir eru fyrsta íslenska félagsliðið sem spilar Evrópuleiki á þessum tíma. Lengjubikarinn og uppsetning hans geri einfaldlega ekki ráð fyrir að lið nái svo langt í Evrópu. „Við þurfum í raun og veru að finna leið fyrir lið sem komast þessa leið, áfram í úrslitakeppnina í Evrópu, svo að þau geti tekið þátt í öllum þessum keppnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri leik liðanna á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Lengjubikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi síðdegis drógu Víkingar lið sitt úr keppni í Lengjubikarnum í dag. Víkingur átti að spila næsta leik í keppninni um helgina, en þá verður liðið erlendis vegna einvígisins við Panathinaikos. Æfingaferð er einnig á dagskrá hjá liðinu og það gekk einfaldlega ekki upp að troða inn fjórum leikjum næsta mánuðinn. „Við erum ekki vön því að vera í þessari stöðu, að komast áfram í Evrópukeppninni, og ekki að spila á þessum tíma, svona stóra leiki. Að reyna að koma inn Lengjubikarnum og æfingaferð innan um Panathinaikos-leikina, það var bara of mikið. Púsluspilið gekk ekki upp,“ segir Sölvi Geir í samtali við Vísi. „Við höfum reynt að koma þessum leikjum að og okkar vilji var að spila þessa leiki en tíminn gafst ekki. Við þurfum að passa upp á leikmennina okkar og að keyra þá ekki út. Þeir eru að koma úr mjög krefjandi tímabili, þar sem ekkert íslenskt lið hefur spilað eins marga leiki og við gerðum í fyrra. Til að passa upp á líkamlegan og andlegan þátt leikmanna og starfsfólks var ekki sniðugt fyrir okkur að halda áfram í Lengjubikarnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingar spila sögulega leiki við Panathinaikos á morgun og á fimmtudaginn næsta en þeir eru fyrsta íslenska félagsliðið sem spilar Evrópuleiki á þessum tíma. Lengjubikarinn og uppsetning hans geri einfaldlega ekki ráð fyrir að lið nái svo langt í Evrópu. „Við þurfum í raun og veru að finna leið fyrir lið sem komast þessa leið, áfram í úrslitakeppnina í Evrópu, svo að þau geti tekið þátt í öllum þessum keppnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri leik liðanna á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Lengjubikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira