Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 09:51 Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti á stefnumót í gær. Hún segir vanta samkomustaði fyrir eldra fólk. Vísir Fjölmargir eldri borgarar komu saman á hraðstefnumóti í Bíó paradís síðdegis í gær. Þeir segja vanta staði fyrir eldri borgara til að hittast og dansa og kynnast nýju fólki. Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“ Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira