„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 20:39 Davíð Örn Atlason fagnar seinna marki Vikinga í sigrinum á Panathinaikos í kvöld. Getty/Ville Vuorinen Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira