Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 14. febrúar 2025 12:02 Í dag lagði Skipulagsstofnun fram álit sitt á umhverfismati Coda Terminal sem Carbfix áætlar að byggja í Straumsvík og á nærliggjandi iðnaðarsvæði. Það er ánægjulegur áfangi fyrir Carbfix og möguleika þess að koma á fót nýrri umfangsmikilli útflutningsgrein fyrir Ísland. Með sérfræðiálitinu er kominn nýr grundvöllur til þess að ræða áætluð áhrif verkefnisins á umhverfi og þær leiðir sem lagt er til að fara í starfseminni til að hámarka þau jákvæðu og lágmarka þau neikvæðu. Í heildina er mikill samhljómur milli álits Skipulagsstofnunar og áætlana Carbfix um víðtæka vöktun sem fyrirtækið hefur lagt fram sem mótvægisaðgerð. Verkefnið er mikilvægt framlag til þess að minnka losun koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftið með því að taka við CO2 frá iðnaði erlendis og hérlendis sem á erfitt með að koma í veg fyrir við losun CO2 í framleiðslunni, og binda það varanlega. Ástæða flutninganna til Íslands frá norðanverðri Evrópu er að ekki eru til staðar basaltberglög á þeim stað sem losunin á sér stað en ákaflega góðar aðstæður til þess hér á landi. Rétt er að nefna að tonn af CO2 hefur jafnmikil áhrif á loftslag sama hvaðan það er losað - skaðleg áhrif þess skipta sér ekki niður á lönd eftir loftslagsbókhaldi. Coda Terminal verkefnið hefur bæði notið stuðnings og fengið gagnrýna umfjöllun og því er það mikilvægur áfangi að fá álit þeirra sérfræðinga og stofnana sem best geta metið áhrifin af nýju verkefni eins og þessu. Því er það ánægjulegt að áherslur Carbfix á vöktun ýmissa þátta og uppbyggingu verkefnisins í áföngumríma vel við álit Skipulagsstofnunar. Í gegnumumhverfismatsferilinn, samráð við hagaðila, umsagnir leyfisveitenda og almennar umsagnir sem bárust á umsagnartíma, hafa komið fram góðar ábendingar sem bætt hafa útfærslu verkefnisins enn frekar. Tökum fyrir það helsta sem kom fram og kemst hvað oftast í umræðuna. Jarðskjálftar Skipulagsstofnun telur að óverulegar líkur séu á örvaðri jarðskjálftavirkni vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Komi til þess að skjálftarmælist er líklegt að þeir verði það smáir að fólk greini þá ekki. Skipulagsstofnun tekur fram að forsendur starfseminnar sé samt sem áður góð vöktun og viðbragðsáætlun. Carbfix tekur undir þetta og hefur þegar lagt fram vöktunar- og viðbragðsáætlun varðandi þetta atriði. Vert er að taka fram að Carbfix hefur aldrei orsakað örvaða skjálftavirkni í sinni starfsemi frá upphafi og tekur undir með Skipulagsstofnun að það væri ekki ásættanlegt fyrir íbúa í nágrenninu ef svo væri. Grunnvatn, tjarnir og snefilefni Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að allt virðist benda til þess að áhrif Coda-Terminal á grunnvatn verði tiltölulega lítil. Fylgst verði með mögulegum breytingum samfara hverjum áfanga í uppbyggingu Coda Terminal, og tekið á frávikum sem kunna að koma upp. Carbfix hefur þegar sett fram metnaðarfulla vöktunaráætlun sem útfærð verður frekar í samráði við Umhverfis- og orkustofnun. Það er mat Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa áhrif á vatnsból við Kaldárbotna og í Vatnsendakrikum þar sem þau eru utan áhrifasvæðis niðurdælingar og vatnstöku. Auk þess mun niðurdæling CO2 fara fram langt neðan þeirra svæða sem eru nýtt til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Carbfix tekur undir þetta og hefur þegar útfært mælingar og vöktun svo óvissa minnki jafnt og þétt með meiri gögnum í gegnum alla fjóra áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar. Varðandi áhrif niðurdælingar á grunnvatnsborð er það sérfræðimat Skipulagsstofnunar að þó einhver hækkun yrði á grunnvatnsborði í hraununum suðaustur af Straumsvík ætti það ekki að hafa áhrif á vatnsborð í Heiðmörk eða sunnan Undirhlíða. Vandséð er því að niðurdælingin og steinrenningin geti haft áhrif á grunnvatnsborð við Kleifarvatn, í Heiðmörk eða við Kaldársel. Engu að síður verður eftirlit með þessum vötnum eins og þeim tjörnum sem framkvæmdin getur haft áhrif á, líkt og til dæmis Straumstjarnir, sem eru einstakar á heimsvísu, og Ástjörn einnig. Vöktun á vatnafarsþáttum og kortlagning á náttúrulegum breytileika tjarnanna og bakgrunnsgildum er þegar hafin á vegum Carbfix. Viðbragðsáætlanir og mótvægisaðgerðir vegna mögulegra áhrifa framkvæmdarinnar munu m.a. byggja á þeirri kortlagningu og miða að því að nema viðbrögð og breytingar í kerfinu áður en breytinga verði vart í tjörnunum sjálfum, og þannig koma í veg fyrir hugsanlegar breytingar m.a. með sívöktun í vöktunarholum á og í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Fram kemur í lokakafla álitsins að eftir skoðun á skýrslu Vatnaskila sem vann að rannsóknum á svæðinu og þeirra niðurstaðna sem þar koma fram, verði ekki annað sagt en að hún sé unnin af vandvirkni þar sem tekið sé á mögulegum áhrifum af niðurdælingu og steinrenningu CO2. Að því gefnu að fylgst verði vel með breytingum samfara hverjum áfanga og tekið á frávikum sem kunna að koma upp, virðist allt benda til þess að áhrif Coda-Terminal á grunnvatn verði tiltölulega lítil. Verkefnið er hið fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu þar sem CO2 er dælt niður til steindabindingar á stórum skala og leggur mikilvægan þekkingargrunn fyrir sambærileg verkefni á heimsvísu. Eðlilega hafa því spunnist upp miklar umræður um áhrifin af svona starfsemi og er það eðlilegur hluti af gerjun í umræðu um nýja iðngrein. Það er eðlilegt að spyrja spurninga um hvernig það virkar að flytja inn milljónir tonna af vökvagerðu CO2 til að breyta því í stein og hvað niðurdælingin þýðir fyrir fólk og náttúru. Líklega verður það innan tíðar talið jafn hversdagslegt og að flytja inn milljónir tonna af bensíni og olíu sem er svo dreift í tanka víðsvegar um landið og við nýtum til að komast leiðar okkar þar til við náum að útrýma notkun jarðefnaeldsneytis. Með því að leggja bæði til verðlaunað hug- og verkvit sem þróað var á Íslandi og gífurlega geymslugetu berglaga á Íslandi er verið að grípa tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif í hlýnandi heimi. Coda Terminal mun binda þrjár milljónir tonna árlega af CO2 til viðbótar við til dæmis bindingu Íslands gegnum skóga[1] landsins sem í dag binda um hálfa milljón tonna af CO2 árlega. Það liggur fyrir að ógerningur er að ná loftslagsmarkmiðum nema með því að fanga mikið magn CO2 úr útblæstri iðnaðar sem getur ekki dregið úr losun með öðrum hætti. Á sama tíma megum við ekki gleyma því að mestur árangur mun nást með því að skipta sem allra fyrst yfir í endurnýjanlega orkugjafa og hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. [1] https://unfccc.int/sites/default/files/resource/NID%202024_Iceland_Submitted%20to%20UNFCCC.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Coda Terminal Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Í dag lagði Skipulagsstofnun fram álit sitt á umhverfismati Coda Terminal sem Carbfix áætlar að byggja í Straumsvík og á nærliggjandi iðnaðarsvæði. Það er ánægjulegur áfangi fyrir Carbfix og möguleika þess að koma á fót nýrri umfangsmikilli útflutningsgrein fyrir Ísland. Með sérfræðiálitinu er kominn nýr grundvöllur til þess að ræða áætluð áhrif verkefnisins á umhverfi og þær leiðir sem lagt er til að fara í starfseminni til að hámarka þau jákvæðu og lágmarka þau neikvæðu. Í heildina er mikill samhljómur milli álits Skipulagsstofnunar og áætlana Carbfix um víðtæka vöktun sem fyrirtækið hefur lagt fram sem mótvægisaðgerð. Verkefnið er mikilvægt framlag til þess að minnka losun koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftið með því að taka við CO2 frá iðnaði erlendis og hérlendis sem á erfitt með að koma í veg fyrir við losun CO2 í framleiðslunni, og binda það varanlega. Ástæða flutninganna til Íslands frá norðanverðri Evrópu er að ekki eru til staðar basaltberglög á þeim stað sem losunin á sér stað en ákaflega góðar aðstæður til þess hér á landi. Rétt er að nefna að tonn af CO2 hefur jafnmikil áhrif á loftslag sama hvaðan það er losað - skaðleg áhrif þess skipta sér ekki niður á lönd eftir loftslagsbókhaldi. Coda Terminal verkefnið hefur bæði notið stuðnings og fengið gagnrýna umfjöllun og því er það mikilvægur áfangi að fá álit þeirra sérfræðinga og stofnana sem best geta metið áhrifin af nýju verkefni eins og þessu. Því er það ánægjulegt að áherslur Carbfix á vöktun ýmissa þátta og uppbyggingu verkefnisins í áföngumríma vel við álit Skipulagsstofnunar. Í gegnumumhverfismatsferilinn, samráð við hagaðila, umsagnir leyfisveitenda og almennar umsagnir sem bárust á umsagnartíma, hafa komið fram góðar ábendingar sem bætt hafa útfærslu verkefnisins enn frekar. Tökum fyrir það helsta sem kom fram og kemst hvað oftast í umræðuna. Jarðskjálftar Skipulagsstofnun telur að óverulegar líkur séu á örvaðri jarðskjálftavirkni vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Komi til þess að skjálftarmælist er líklegt að þeir verði það smáir að fólk greini þá ekki. Skipulagsstofnun tekur fram að forsendur starfseminnar sé samt sem áður góð vöktun og viðbragðsáætlun. Carbfix tekur undir þetta og hefur þegar lagt fram vöktunar- og viðbragðsáætlun varðandi þetta atriði. Vert er að taka fram að Carbfix hefur aldrei orsakað örvaða skjálftavirkni í sinni starfsemi frá upphafi og tekur undir með Skipulagsstofnun að það væri ekki ásættanlegt fyrir íbúa í nágrenninu ef svo væri. Grunnvatn, tjarnir og snefilefni Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að allt virðist benda til þess að áhrif Coda-Terminal á grunnvatn verði tiltölulega lítil. Fylgst verði með mögulegum breytingum samfara hverjum áfanga í uppbyggingu Coda Terminal, og tekið á frávikum sem kunna að koma upp. Carbfix hefur þegar sett fram metnaðarfulla vöktunaráætlun sem útfærð verður frekar í samráði við Umhverfis- og orkustofnun. Það er mat Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa áhrif á vatnsból við Kaldárbotna og í Vatnsendakrikum þar sem þau eru utan áhrifasvæðis niðurdælingar og vatnstöku. Auk þess mun niðurdæling CO2 fara fram langt neðan þeirra svæða sem eru nýtt til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Carbfix tekur undir þetta og hefur þegar útfært mælingar og vöktun svo óvissa minnki jafnt og þétt með meiri gögnum í gegnum alla fjóra áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar. Varðandi áhrif niðurdælingar á grunnvatnsborð er það sérfræðimat Skipulagsstofnunar að þó einhver hækkun yrði á grunnvatnsborði í hraununum suðaustur af Straumsvík ætti það ekki að hafa áhrif á vatnsborð í Heiðmörk eða sunnan Undirhlíða. Vandséð er því að niðurdælingin og steinrenningin geti haft áhrif á grunnvatnsborð við Kleifarvatn, í Heiðmörk eða við Kaldársel. Engu að síður verður eftirlit með þessum vötnum eins og þeim tjörnum sem framkvæmdin getur haft áhrif á, líkt og til dæmis Straumstjarnir, sem eru einstakar á heimsvísu, og Ástjörn einnig. Vöktun á vatnafarsþáttum og kortlagning á náttúrulegum breytileika tjarnanna og bakgrunnsgildum er þegar hafin á vegum Carbfix. Viðbragðsáætlanir og mótvægisaðgerðir vegna mögulegra áhrifa framkvæmdarinnar munu m.a. byggja á þeirri kortlagningu og miða að því að nema viðbrögð og breytingar í kerfinu áður en breytinga verði vart í tjörnunum sjálfum, og þannig koma í veg fyrir hugsanlegar breytingar m.a. með sívöktun í vöktunarholum á og í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Fram kemur í lokakafla álitsins að eftir skoðun á skýrslu Vatnaskila sem vann að rannsóknum á svæðinu og þeirra niðurstaðna sem þar koma fram, verði ekki annað sagt en að hún sé unnin af vandvirkni þar sem tekið sé á mögulegum áhrifum af niðurdælingu og steinrenningu CO2. Að því gefnu að fylgst verði vel með breytingum samfara hverjum áfanga og tekið á frávikum sem kunna að koma upp, virðist allt benda til þess að áhrif Coda-Terminal á grunnvatn verði tiltölulega lítil. Verkefnið er hið fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu þar sem CO2 er dælt niður til steindabindingar á stórum skala og leggur mikilvægan þekkingargrunn fyrir sambærileg verkefni á heimsvísu. Eðlilega hafa því spunnist upp miklar umræður um áhrifin af svona starfsemi og er það eðlilegur hluti af gerjun í umræðu um nýja iðngrein. Það er eðlilegt að spyrja spurninga um hvernig það virkar að flytja inn milljónir tonna af vökvagerðu CO2 til að breyta því í stein og hvað niðurdælingin þýðir fyrir fólk og náttúru. Líklega verður það innan tíðar talið jafn hversdagslegt og að flytja inn milljónir tonna af bensíni og olíu sem er svo dreift í tanka víðsvegar um landið og við nýtum til að komast leiðar okkar þar til við náum að útrýma notkun jarðefnaeldsneytis. Með því að leggja bæði til verðlaunað hug- og verkvit sem þróað var á Íslandi og gífurlega geymslugetu berglaga á Íslandi er verið að grípa tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif í hlýnandi heimi. Coda Terminal mun binda þrjár milljónir tonna árlega af CO2 til viðbótar við til dæmis bindingu Íslands gegnum skóga[1] landsins sem í dag binda um hálfa milljón tonna af CO2 árlega. Það liggur fyrir að ógerningur er að ná loftslagsmarkmiðum nema með því að fanga mikið magn CO2 úr útblæstri iðnaðar sem getur ekki dregið úr losun með öðrum hætti. Á sama tíma megum við ekki gleyma því að mestur árangur mun nást með því að skipta sem allra fyrst yfir í endurnýjanlega orkugjafa og hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. [1] https://unfccc.int/sites/default/files/resource/NID%202024_Iceland_Submitted%20to%20UNFCCC.pdf
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun