David Moyes finnur til með Arne Slot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 18:00 David Moyes og Arne Slot á hliðarlínunni í leik Everton og Liverpool á Goodison Park í vikunni. Getty/Robbie Jay Barratt David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, vorkennir kollega sínum Arne Slot hjá Liverpool eftir að sá hollenski fékk að líta rauða spjaldið í lok borgarslags Everton og Liverpool á miðvikudagskvöldið. Michael Oliver dómari sýndi Slot enga miskunn eftir að Slot sagði eitthvað við hann þegar hann tók í hönd hans og þakkaði fyrir leikinn. Bæði Slot og aðstoðarmaður hans fengu rauða spjaldið. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á áttundu mínútu í uppbótatíma og svekkelsið var mikið. Það voru líka mikil læti eftir leik og tveir leikmenn fóru að slást. Abdoulaye Doucouré var fórnarlamb kynþáttaníðs sem bæði félögin fordæmdu eftir leikinn. Liverpool maðurinn Curtis Jones var mjög ósáttur með það að Doucouré fagnaði sigri fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Þeir slógust og fengu síðan báðir rautt spjald. „Það er í fínu lagi með Doucouré. Ég var vonsvikinn með að hann var rekinn af velli. Félagið mun skoða það betur. Þetta var tilfinningaríkt kvöld og allir tóku þátt í því,“ sagði David Moyes. ESPN segir frá. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Liverpool liði, líklega besta liði Evrópu, og við urðum því að skila okkar bestu frammistöðu,“ sagði Moyes. „Ég finn samt til með Arne Slot því ég þekki svona frá því að ég var ungur stjóri. Ég lenti oft í svona þegar ég var yngri. Það segir mér að þetta skipti hann miklu máli og að hann vilji berjast fyrir leikmenn sína og félagið,“ sagði Moyes. Hann hefur vit á því að æða ekki í átt að dómaranum eftir svekkjandi úrslit. „Ég var svekktur með Doucouré af því að hann spilaði svo vel í leiknum og stóð sig svo vel fyrir liðið. Hann myndi ekki gera þetta ef hann gæti valið um það núna. Það breytir ekki því að fólk hefur ekki leyfi til að svívirða þig. Ef það er raunin þá er það kolrangt,“ sagði Moyes. Slot ræddi rauða spjaldið á blaðamannafundi sínum og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann sagði að tilfinningarnar hefðu hlaupið með hann í gönur. David Moyes has sympathised with Arne Slot after the #LFC boss was sent off in a chaotic end to the Merseyside derby.#BBCFootball pic.twitter.com/tr21JalfvA— Match of the Day (@BBCMOTD) February 14, 2025 Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Michael Oliver dómari sýndi Slot enga miskunn eftir að Slot sagði eitthvað við hann þegar hann tók í hönd hans og þakkaði fyrir leikinn. Bæði Slot og aðstoðarmaður hans fengu rauða spjaldið. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á áttundu mínútu í uppbótatíma og svekkelsið var mikið. Það voru líka mikil læti eftir leik og tveir leikmenn fóru að slást. Abdoulaye Doucouré var fórnarlamb kynþáttaníðs sem bæði félögin fordæmdu eftir leikinn. Liverpool maðurinn Curtis Jones var mjög ósáttur með það að Doucouré fagnaði sigri fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Þeir slógust og fengu síðan báðir rautt spjald. „Það er í fínu lagi með Doucouré. Ég var vonsvikinn með að hann var rekinn af velli. Félagið mun skoða það betur. Þetta var tilfinningaríkt kvöld og allir tóku þátt í því,“ sagði David Moyes. ESPN segir frá. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Liverpool liði, líklega besta liði Evrópu, og við urðum því að skila okkar bestu frammistöðu,“ sagði Moyes. „Ég finn samt til með Arne Slot því ég þekki svona frá því að ég var ungur stjóri. Ég lenti oft í svona þegar ég var yngri. Það segir mér að þetta skipti hann miklu máli og að hann vilji berjast fyrir leikmenn sína og félagið,“ sagði Moyes. Hann hefur vit á því að æða ekki í átt að dómaranum eftir svekkjandi úrslit. „Ég var svekktur með Doucouré af því að hann spilaði svo vel í leiknum og stóð sig svo vel fyrir liðið. Hann myndi ekki gera þetta ef hann gæti valið um það núna. Það breytir ekki því að fólk hefur ekki leyfi til að svívirða þig. Ef það er raunin þá er það kolrangt,“ sagði Moyes. Slot ræddi rauða spjaldið á blaðamannafundi sínum og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann sagði að tilfinningarnar hefðu hlaupið með hann í gönur. David Moyes has sympathised with Arne Slot after the #LFC boss was sent off in a chaotic end to the Merseyside derby.#BBCFootball pic.twitter.com/tr21JalfvA— Match of the Day (@BBCMOTD) February 14, 2025
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira