„Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 11:31 Eggert Aron Guðmundsson hefur leikið með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. Getty/Seb Daly Eggerti Aroni Guðmundssyni brá heldur betur þegar hann lenti í Málaga á Spáni og norskir blaðamenn tóku á móti honum. Eggert skrifaði undir við Brann um helgina. Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Norski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Norski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann