Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 09:32 Síðustu landsleikir Alberts voru fyrir ári síðan, í umspili um sæti á EM 2024. Getty/Rafal Oleksiewicz Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni. Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira