Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 18:52 Rógvi segir Íslendinga almennt vel liðna og að þeir nái fljótt tökum á færeyskunni. KVF/Bjarni Árting Rubeksen Færeyska ríkisútvarpið leitar að nýjum útvarpsstjóra á íslenskum miðum. Kringvarpið birti auglýsingu á íslensku á íslenskum atvinnuleitarmiðli. Stjórnarformaður segir að þrátt fyrir að framúrskarandi hæfni á færeysku máli sé ráðningarskilyrði séu Íslendingar vanir að vera altalandi eftir fáeina mánuði í Færeyjum. Á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð.is birtist auglýsing þann þrettánda febrúar síðstliðinn þar sem kom fram Kringvarp Føroya, ríkisútvarpið, leitaði að nýjum stjórnanda. Þar segir að stjórnandinn þurfi að vera traustvekjandi og framúrskarandi fulltrúi stofnunarinnar út á við og að hann þurfi að hafa viðeigandi reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla úr fjölmiðlum sé kostur. „Við leitum að aðila sem er fullur eldmóðs, markmiðadrifinn og getur sameinað ólíka einstaklinga til að tryggja að stefnu Kringvarpsins sé fylgt. Mikilvægt er að einstaklingurinn búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu, samfélagsmálum og hlutverki Kringvarpsins auk grunnskilnings á öllum rekstri stofnunarinnar,“ segir í auglýsingunni. Jafnframt segir þar að umsækjandinn skuli hafa þekkingu á færeysku eða vera í það minnsta reiðubúinn að læra að skilja færeysku innan skamms tíma. Misindismaður undanþeginn útvarpsgjaldi Rógvi Olavsson er formaður stjórnar Kringvarpsins og hann segir í samtali við fréttastofu að það sé fyrst og fremst forvitni sem standi að baki því að leitað sé til Íslands. „Við vildum bara sjá hvort það væri einhver þarna úti með áhugan og hæfnina til að sinna þessu starfi. Auðvitað er það afgerandi að hann skilji færeysku því hann fer með æðstu ritstjórnarábyrgð,“ segir Rógvi. Erfitt sé að fara með slíkt vald skilji maður ekki hvað stendur í fréttunum. Ástæðan fyrir því að leitað sé að nýjum útvarpsstjóra þar í landi er ansi skrautleg. Upp kom um einkennilegt samkomulag sem síðasti útvarpsstjóri, Ivan Niclasen, gerði við tiltekinn borgara. Svo virðist sem það sitji ekki bara í Íslendingum að þurfa að greiða útvarpsgjald. Færeyski miðillinn Frihedsbrevet ljóstraði upp um það að Ivan Niclasen hefði gert samkomulag við mann sem staðið hafði í hótunum við starfsfólk Kringvarpsins sem sneri að því að hann væri undanþeginn útvarpsgjaldinu. Sjálfur sagði hann hafa gert þetta til að tryggja öryggi starfsfólks síns en stjórnin leysti hann frá störfum sökum trúnaðarbrests. Síðan þá hefur Katrin Petersen sinnt stöðu útvarpsstjóra. Íslendingar nái færeyskunni hratt Rógvi segir það enga tilviljun að leitað sé til Íslands. Fyrst og fremst auðvitað vegna þess hve nauðalík mál frændþjóðanna tveggja eru. „Við vitum að þegar Íslendingar flytja til Færeyja eru þeir farnir að skilja allt eftir einn, tvo mánuði,“ segir hann. Staðan hefur þó einnig verið auglýst í Noregi og Danmörku. Rógvi segir það ekki einsdæmi að Færeyingar leiti út fyrir landsteinana að hæfum einstaklingum í mikilvæg embætti. Þeir hafi haft norskan þjóðleikhússtjóra og skoskan rektor háskólans. „En einmitt fyrir ríkisútvarpið er það auðvitað afgerandi með tungumálið. Þess vegna höfum við auglýst á Íslandi, í Noregi og Danmörku því það eru kannski löndin sem eru okkur næst mállega séð,“ segir hann. Hann segist ekki vita hvort umsókn hafi borist frá Íslandi. „Það gæti vel verið að ein eða tvær hafi borist. Þetta er aðallega forvitni. Það er engin ástæða fyrir því að gera þetta ekki,“ segir Rógvi Ólavsson stjórnarformaður ríkisútvarps Færeyja. Færeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð.is birtist auglýsing þann þrettánda febrúar síðstliðinn þar sem kom fram Kringvarp Føroya, ríkisútvarpið, leitaði að nýjum stjórnanda. Þar segir að stjórnandinn þurfi að vera traustvekjandi og framúrskarandi fulltrúi stofnunarinnar út á við og að hann þurfi að hafa viðeigandi reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla úr fjölmiðlum sé kostur. „Við leitum að aðila sem er fullur eldmóðs, markmiðadrifinn og getur sameinað ólíka einstaklinga til að tryggja að stefnu Kringvarpsins sé fylgt. Mikilvægt er að einstaklingurinn búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu, samfélagsmálum og hlutverki Kringvarpsins auk grunnskilnings á öllum rekstri stofnunarinnar,“ segir í auglýsingunni. Jafnframt segir þar að umsækjandinn skuli hafa þekkingu á færeysku eða vera í það minnsta reiðubúinn að læra að skilja færeysku innan skamms tíma. Misindismaður undanþeginn útvarpsgjaldi Rógvi Olavsson er formaður stjórnar Kringvarpsins og hann segir í samtali við fréttastofu að það sé fyrst og fremst forvitni sem standi að baki því að leitað sé til Íslands. „Við vildum bara sjá hvort það væri einhver þarna úti með áhugan og hæfnina til að sinna þessu starfi. Auðvitað er það afgerandi að hann skilji færeysku því hann fer með æðstu ritstjórnarábyrgð,“ segir Rógvi. Erfitt sé að fara með slíkt vald skilji maður ekki hvað stendur í fréttunum. Ástæðan fyrir því að leitað sé að nýjum útvarpsstjóra þar í landi er ansi skrautleg. Upp kom um einkennilegt samkomulag sem síðasti útvarpsstjóri, Ivan Niclasen, gerði við tiltekinn borgara. Svo virðist sem það sitji ekki bara í Íslendingum að þurfa að greiða útvarpsgjald. Færeyski miðillinn Frihedsbrevet ljóstraði upp um það að Ivan Niclasen hefði gert samkomulag við mann sem staðið hafði í hótunum við starfsfólk Kringvarpsins sem sneri að því að hann væri undanþeginn útvarpsgjaldinu. Sjálfur sagði hann hafa gert þetta til að tryggja öryggi starfsfólks síns en stjórnin leysti hann frá störfum sökum trúnaðarbrests. Síðan þá hefur Katrin Petersen sinnt stöðu útvarpsstjóra. Íslendingar nái færeyskunni hratt Rógvi segir það enga tilviljun að leitað sé til Íslands. Fyrst og fremst auðvitað vegna þess hve nauðalík mál frændþjóðanna tveggja eru. „Við vitum að þegar Íslendingar flytja til Færeyja eru þeir farnir að skilja allt eftir einn, tvo mánuði,“ segir hann. Staðan hefur þó einnig verið auglýst í Noregi og Danmörku. Rógvi segir það ekki einsdæmi að Færeyingar leiti út fyrir landsteinana að hæfum einstaklingum í mikilvæg embætti. Þeir hafi haft norskan þjóðleikhússtjóra og skoskan rektor háskólans. „En einmitt fyrir ríkisútvarpið er það auðvitað afgerandi með tungumálið. Þess vegna höfum við auglýst á Íslandi, í Noregi og Danmörku því það eru kannski löndin sem eru okkur næst mállega séð,“ segir hann. Hann segist ekki vita hvort umsókn hafi borist frá Íslandi. „Það gæti vel verið að ein eða tvær hafi borist. Þetta er aðallega forvitni. Það er engin ástæða fyrir því að gera þetta ekki,“ segir Rógvi Ólavsson stjórnarformaður ríkisútvarps Færeyja.
Færeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira