Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 18:52 Rógvi segir Íslendinga almennt vel liðna og að þeir nái fljótt tökum á færeyskunni. KVF/Bjarni Árting Rubeksen Færeyska ríkisútvarpið leitar að nýjum útvarpsstjóra á íslenskum miðum. Kringvarpið birti auglýsingu á íslensku á íslenskum atvinnuleitarmiðli. Stjórnarformaður segir að þrátt fyrir að framúrskarandi hæfni á færeysku máli sé ráðningarskilyrði séu Íslendingar vanir að vera altalandi eftir fáeina mánuði í Færeyjum. Á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð.is birtist auglýsing þann þrettánda febrúar síðstliðinn þar sem kom fram Kringvarp Føroya, ríkisútvarpið, leitaði að nýjum stjórnanda. Þar segir að stjórnandinn þurfi að vera traustvekjandi og framúrskarandi fulltrúi stofnunarinnar út á við og að hann þurfi að hafa viðeigandi reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla úr fjölmiðlum sé kostur. „Við leitum að aðila sem er fullur eldmóðs, markmiðadrifinn og getur sameinað ólíka einstaklinga til að tryggja að stefnu Kringvarpsins sé fylgt. Mikilvægt er að einstaklingurinn búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu, samfélagsmálum og hlutverki Kringvarpsins auk grunnskilnings á öllum rekstri stofnunarinnar,“ segir í auglýsingunni. Jafnframt segir þar að umsækjandinn skuli hafa þekkingu á færeysku eða vera í það minnsta reiðubúinn að læra að skilja færeysku innan skamms tíma. Misindismaður undanþeginn útvarpsgjaldi Rógvi Olavsson er formaður stjórnar Kringvarpsins og hann segir í samtali við fréttastofu að það sé fyrst og fremst forvitni sem standi að baki því að leitað sé til Íslands. „Við vildum bara sjá hvort það væri einhver þarna úti með áhugan og hæfnina til að sinna þessu starfi. Auðvitað er það afgerandi að hann skilji færeysku því hann fer með æðstu ritstjórnarábyrgð,“ segir Rógvi. Erfitt sé að fara með slíkt vald skilji maður ekki hvað stendur í fréttunum. Ástæðan fyrir því að leitað sé að nýjum útvarpsstjóra þar í landi er ansi skrautleg. Upp kom um einkennilegt samkomulag sem síðasti útvarpsstjóri, Ivan Niclasen, gerði við tiltekinn borgara. Svo virðist sem það sitji ekki bara í Íslendingum að þurfa að greiða útvarpsgjald. Færeyski miðillinn Frihedsbrevet ljóstraði upp um það að Ivan Niclasen hefði gert samkomulag við mann sem staðið hafði í hótunum við starfsfólk Kringvarpsins sem sneri að því að hann væri undanþeginn útvarpsgjaldinu. Sjálfur sagði hann hafa gert þetta til að tryggja öryggi starfsfólks síns en stjórnin leysti hann frá störfum sökum trúnaðarbrests. Síðan þá hefur Katrin Petersen sinnt stöðu útvarpsstjóra. Íslendingar nái færeyskunni hratt Rógvi segir það enga tilviljun að leitað sé til Íslands. Fyrst og fremst auðvitað vegna þess hve nauðalík mál frændþjóðanna tveggja eru. „Við vitum að þegar Íslendingar flytja til Færeyja eru þeir farnir að skilja allt eftir einn, tvo mánuði,“ segir hann. Staðan hefur þó einnig verið auglýst í Noregi og Danmörku. Rógvi segir það ekki einsdæmi að Færeyingar leiti út fyrir landsteinana að hæfum einstaklingum í mikilvæg embætti. Þeir hafi haft norskan þjóðleikhússtjóra og skoskan rektor háskólans. „En einmitt fyrir ríkisútvarpið er það auðvitað afgerandi með tungumálið. Þess vegna höfum við auglýst á Íslandi, í Noregi og Danmörku því það eru kannski löndin sem eru okkur næst mállega séð,“ segir hann. Hann segist ekki vita hvort umsókn hafi borist frá Íslandi. „Það gæti vel verið að ein eða tvær hafi borist. Þetta er aðallega forvitni. Það er engin ástæða fyrir því að gera þetta ekki,“ segir Rógvi Ólavsson stjórnarformaður ríkisútvarps Færeyja. Færeyjar Fjölmiðlar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð.is birtist auglýsing þann þrettánda febrúar síðstliðinn þar sem kom fram Kringvarp Føroya, ríkisútvarpið, leitaði að nýjum stjórnanda. Þar segir að stjórnandinn þurfi að vera traustvekjandi og framúrskarandi fulltrúi stofnunarinnar út á við og að hann þurfi að hafa viðeigandi reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla úr fjölmiðlum sé kostur. „Við leitum að aðila sem er fullur eldmóðs, markmiðadrifinn og getur sameinað ólíka einstaklinga til að tryggja að stefnu Kringvarpsins sé fylgt. Mikilvægt er að einstaklingurinn búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu, samfélagsmálum og hlutverki Kringvarpsins auk grunnskilnings á öllum rekstri stofnunarinnar,“ segir í auglýsingunni. Jafnframt segir þar að umsækjandinn skuli hafa þekkingu á færeysku eða vera í það minnsta reiðubúinn að læra að skilja færeysku innan skamms tíma. Misindismaður undanþeginn útvarpsgjaldi Rógvi Olavsson er formaður stjórnar Kringvarpsins og hann segir í samtali við fréttastofu að það sé fyrst og fremst forvitni sem standi að baki því að leitað sé til Íslands. „Við vildum bara sjá hvort það væri einhver þarna úti með áhugan og hæfnina til að sinna þessu starfi. Auðvitað er það afgerandi að hann skilji færeysku því hann fer með æðstu ritstjórnarábyrgð,“ segir Rógvi. Erfitt sé að fara með slíkt vald skilji maður ekki hvað stendur í fréttunum. Ástæðan fyrir því að leitað sé að nýjum útvarpsstjóra þar í landi er ansi skrautleg. Upp kom um einkennilegt samkomulag sem síðasti útvarpsstjóri, Ivan Niclasen, gerði við tiltekinn borgara. Svo virðist sem það sitji ekki bara í Íslendingum að þurfa að greiða útvarpsgjald. Færeyski miðillinn Frihedsbrevet ljóstraði upp um það að Ivan Niclasen hefði gert samkomulag við mann sem staðið hafði í hótunum við starfsfólk Kringvarpsins sem sneri að því að hann væri undanþeginn útvarpsgjaldinu. Sjálfur sagði hann hafa gert þetta til að tryggja öryggi starfsfólks síns en stjórnin leysti hann frá störfum sökum trúnaðarbrests. Síðan þá hefur Katrin Petersen sinnt stöðu útvarpsstjóra. Íslendingar nái færeyskunni hratt Rógvi segir það enga tilviljun að leitað sé til Íslands. Fyrst og fremst auðvitað vegna þess hve nauðalík mál frændþjóðanna tveggja eru. „Við vitum að þegar Íslendingar flytja til Færeyja eru þeir farnir að skilja allt eftir einn, tvo mánuði,“ segir hann. Staðan hefur þó einnig verið auglýst í Noregi og Danmörku. Rógvi segir það ekki einsdæmi að Færeyingar leiti út fyrir landsteinana að hæfum einstaklingum í mikilvæg embætti. Þeir hafi haft norskan þjóðleikhússtjóra og skoskan rektor háskólans. „En einmitt fyrir ríkisútvarpið er það auðvitað afgerandi með tungumálið. Þess vegna höfum við auglýst á Íslandi, í Noregi og Danmörku því það eru kannski löndin sem eru okkur næst mállega séð,“ segir hann. Hann segist ekki vita hvort umsókn hafi borist frá Íslandi. „Það gæti vel verið að ein eða tvær hafi borist. Þetta er aðallega forvitni. Það er engin ástæða fyrir því að gera þetta ekki,“ segir Rógvi Ólavsson stjórnarformaður ríkisútvarps Færeyja.
Færeyjar Fjölmiðlar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira