Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Fyrirliðinn Ioannidis knúsar Azzedine Ounahi, lánsmann frá Marseille. Báðir munu að líkindum byrja leik kvöldsins. Giorgos Arapekos/NurPhoto via Getty Images Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks. Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira