Rómverjar og FCK sneru við dæminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2025 20:29 Dybala fór mikinn í liði Roma. EPA-EFE/Riccardo Antimiani Nú er ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira