Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 14:31 Zlatan Ibrahimovic tók glaður við gyllta tapírnum sem hann sagði verðskuldaðan. Skjáskot/Striscia la notizia Sænska fótboltagoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, sem starfar sem stjórnandi hjá AC Milan á Ítalíu, veitti hinum gyllta tapír viðtöku í gær. Annað árið í röð. Satírski ítalski sjónvarpsþátturinn Striscia la notizia afhendir gyllta tapírinn reglulega. Hann er ætlaður frægu og hátt settu fólki sem gerir stór mistök, er gripið í bólinu eða bara almennt skítur í heyið. Engin regla er á afhendingunni, ekki einn tapír á ári eða slíkt, heldur er tapírinn afhentur eftir þörfum, eins oft og klúður fólks kallar á. Misvel er tekið í skammarverðlaunin. Fólk á til að hlaupa undan þáttastjórnendum þegar þeir nálgast háttsett með gyllta tapírinn að vopni. Zlatan er hins vegar öllu vanur, enda var hann að veita tapírnum viðtöku í níunda sinn í gær. Í þetta skipti var það vegna klúðurs félags hans, AC Milan, sem féll óvænt úr leik fyrir Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í vikunni. „Við erum vonsviknir og reiðir. Tapírinn á sannarlega rétt á sér,“ sagði Zlatan meðal annars í stuttu myndbandi sem birt var af afhendingunni á miðlum Striscia la notizia. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem Zlatan fær tapírinn en í fyrra var það vegna rannsóknar ítalskra lögregluyfirvalda á eigendahópi AC Milan. Yfirvöld höfðu þá nýlega rutt sér leið inn á skrifstofur félagsins vegna þeirrar rannsóknar. Þrátt fyrir að Zlatan þekki vel til tapírsins á hann ekkert í fyrrum liðsfélaga hans hjá AC Milan, Ítalann Antonio Cassano, sem hefur reglulega gripið fyrirsagnirnar af misgáfulegum ástæðum. Cassano hefur hlotið tapírinn oftast allra, 21 sinni. Líkt og Zlatan kippir hann sér ekki of mikið upp við það og tekur við skammarverðlaununum með bros á vör. Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Satírski ítalski sjónvarpsþátturinn Striscia la notizia afhendir gyllta tapírinn reglulega. Hann er ætlaður frægu og hátt settu fólki sem gerir stór mistök, er gripið í bólinu eða bara almennt skítur í heyið. Engin regla er á afhendingunni, ekki einn tapír á ári eða slíkt, heldur er tapírinn afhentur eftir þörfum, eins oft og klúður fólks kallar á. Misvel er tekið í skammarverðlaunin. Fólk á til að hlaupa undan þáttastjórnendum þegar þeir nálgast háttsett með gyllta tapírinn að vopni. Zlatan er hins vegar öllu vanur, enda var hann að veita tapírnum viðtöku í níunda sinn í gær. Í þetta skipti var það vegna klúðurs félags hans, AC Milan, sem féll óvænt úr leik fyrir Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í vikunni. „Við erum vonsviknir og reiðir. Tapírinn á sannarlega rétt á sér,“ sagði Zlatan meðal annars í stuttu myndbandi sem birt var af afhendingunni á miðlum Striscia la notizia. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem Zlatan fær tapírinn en í fyrra var það vegna rannsóknar ítalskra lögregluyfirvalda á eigendahópi AC Milan. Yfirvöld höfðu þá nýlega rutt sér leið inn á skrifstofur félagsins vegna þeirrar rannsóknar. Þrátt fyrir að Zlatan þekki vel til tapírsins á hann ekkert í fyrrum liðsfélaga hans hjá AC Milan, Ítalann Antonio Cassano, sem hefur reglulega gripið fyrirsagnirnar af misgáfulegum ástæðum. Cassano hefur hlotið tapírinn oftast allra, 21 sinni. Líkt og Zlatan kippir hann sér ekki of mikið upp við það og tekur við skammarverðlaununum með bros á vör.
Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira