Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 09:32 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsns í baráttu við Svisslendingana Violu Calligaris og Smilla Vallotto. Getty/Gabor Baumgarten Það er margt sem mælir með því að konur taki þátt í íþróttastarfi og það er ekki bara heilsutengt. Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Rannsóknir sýna það og sanna að íþróttakonur eru líklegri til að taka að sér leiðtogahlutverk á vinnustöðum en þær sem stunda ekki íþróttir. Kvennaíþróttir eru í miklum vexti út um allan heim og ekki síst í fótboltanum þar sem auknar vinsældir stórmóta og stórkeppna ýta undir frekari framfarir. Burt séð frá hærri fjármunum, meiri athygli og fleiri tækifærum þá eru konur að græða á annan hátt á því að taka þátt í íþróttum. Barcelona hefur verið lengi með frábært kvennalið og félagið vekur athygli á niðurstöðum rannsóknar sem voru kynntar á Alþjóðlegri vísindaviku kvenna og stúlkna á dögunum. Barcelona er með tvær konur í leiðtogastöðum hjá sér, Mireia Porta er yfirmaður næringamála hjá félaginu og Laia Soler er hæstráðandi hjá þjálfræðimiðstöð félagsins. Þær tala báðar fyrir mikilvægi þess að taka þátt í íþróttastarfi. Barça Innovation Hub segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar kemur skýrt fram að sjálfstraust er lykilatriði til að ná árangri, bæði innan vallar sem utan. Íþróttakonur auka sjálfstraust sitt með margs konar hætti eins og með æfingum og samvinnu. Sjálfstraust snýst ekki aðeins um egó og eigin getu heldur er mjög mikilvægt að nýta hæfileika allra til að heildin nái sem lengst. Þetta eru grunnatriði í uppbyggingu íþróttaliða og þessi lærdómur kemur sér vel út í lífinu. Rannsóknin sýnir að 94 prósent kvenna í stjórnunarstöðum hafa bakgrunn í íþróttum. Þar kemur líka fram að 91 prósent kvenna í stjórnunarstöðum segjast hafa lært hluti í íþróttunum sem hjálpuðu þeim að ná árangri utan íþróttanna. Meðal þeirra hæfileika sem þær urðu betri í þökk sér íþróttaferlinum er liðsamvinna, sjálfstraust, samskipti, leiðtogahæfileikar, trú á sjálfum sér og sveigjanleiki. View this post on Instagram A post shared by Barça Innovation Hub (@barcainnovationhub)
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira