Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 13:34 Jose Mourinho er þjálfari Fenerbahce og næst á dagskrá er toppslagurinn í tyrknesku deildinni. Getty/Ahmad Mora Jose Mourinho er enginn aðdáandi dómara í tyrknesku deildinni eins og hann hefur margoft látið í ljós og nú er ljóst að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af slíkum dómara í stórleik helgarinnar. Isatanbul félögin Galatasaray og Fenerbahce mætast í toppslag deildarinnar á mánudagskvöldið og leikinn dæmir Slóveninn Slavko Vincic. Það var þó ekki aðeins Mourinho sem vildi fá erlendan dómara því tyrkneska knattspyrnusambandið fékk beiðni um slíkt frá báðum félögunum. Hinn 44 ára gamli Vincic er mjög reynslumikill dómari. Hann dæmir í slóvensku deildinni og hefur verið FIFA dómari síðan 2010. Vincic dæmdi einmitt úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í fyrravor sem var á milli Real Madrid og Borussia Dortmund. Mourinho kallaði eftir ákvörðuninni á blaðamannafundi á fimmtudaginn eða áður en dómari leiksins var tilkynntur. Hann hefur margoft kvartað yfir dómgæslunni á tímabilinu. „Þetta er mikilvægt upp á trúverðugleikann og fyrir ímynd leiksins. Ef toppdómari dæmir þennan leik og hann er toppdómari í Evrópu þá verð ég mjög ánægður með það. Ég elska að vinna eins og allir en fyrst og fremst vil ég sanngirni,“ sagði Mourinho en ESPN segir frá. „Stundum lítur það kannski ekki þannig út en það er sannleikurinn. Auðvitað vil ég vinna og auðvitað vill mótherjinn vinna líka. Vonandi verður þetta var stór og flottur fótboltaleikur,“ sagði Mourinho. Fenerbahce, lið Mourinho, er í öðru sæti í deildinni, sex stigum á eftir Galatasaray, sem er á heimavelli í leiknum mikilvæga. Tyrkneski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Isatanbul félögin Galatasaray og Fenerbahce mætast í toppslag deildarinnar á mánudagskvöldið og leikinn dæmir Slóveninn Slavko Vincic. Það var þó ekki aðeins Mourinho sem vildi fá erlendan dómara því tyrkneska knattspyrnusambandið fékk beiðni um slíkt frá báðum félögunum. Hinn 44 ára gamli Vincic er mjög reynslumikill dómari. Hann dæmir í slóvensku deildinni og hefur verið FIFA dómari síðan 2010. Vincic dæmdi einmitt úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í fyrravor sem var á milli Real Madrid og Borussia Dortmund. Mourinho kallaði eftir ákvörðuninni á blaðamannafundi á fimmtudaginn eða áður en dómari leiksins var tilkynntur. Hann hefur margoft kvartað yfir dómgæslunni á tímabilinu. „Þetta er mikilvægt upp á trúverðugleikann og fyrir ímynd leiksins. Ef toppdómari dæmir þennan leik og hann er toppdómari í Evrópu þá verð ég mjög ánægður með það. Ég elska að vinna eins og allir en fyrst og fremst vil ég sanngirni,“ sagði Mourinho en ESPN segir frá. „Stundum lítur það kannski ekki þannig út en það er sannleikurinn. Auðvitað vil ég vinna og auðvitað vill mótherjinn vinna líka. Vonandi verður þetta var stór og flottur fótboltaleikur,“ sagði Mourinho. Fenerbahce, lið Mourinho, er í öðru sæti í deildinni, sex stigum á eftir Galatasaray, sem er á heimavelli í leiknum mikilvæga.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira