Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 09:32 Hákon Arnar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Lille í frönsku deildinni en því hafði Íslendingur ekki náð í þessari deild í meira en fjörutíu ár eða síðan Teitur Þórðarson gerði það vorið 1982. Getty/Jean Catuffe/Jeff Vinnick Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær því að skora meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni, Ligue 1. Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó Franski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Franski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira