Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2025 22:35 Ísraelskir skriðdrekar á leið inn á Vesturbakkann. Ísraelar ætla að halda herliði sínu á Gasa að minnsta kosti út árið. AP Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. Palestínsk yfirvöld hafa lýst aðgerðum Ísraela sem „hættulegri stigmögnun“ á ástandinu. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði að kvíarnar verði færðar út á Vesturbakkanum til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi í öllum flóttamannabúðum á svæðinu. „Við munum ekki leyfa íbúum að snúa aftur og við munum ekki leyfa hryðjuverkastarfsemi að snúa aftur og vaxa,“ sagði Katz einnig í yfirlýsingu. Ætlar að halda 620 Palestínubúum áfram í haldi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tilkynnti snemma í morgun að 620 palestínskum föngum verði ekki sleppt úr haldi, eins og lofað var, fyrr en Hamas lætur fleiri ísraelska gísla lausa. „Í sextán ár höfum við beðið eftir þessu og vonað að syni okkar yrði sleppt eins og hinum föngunum og fjölskyldum þeirra. Við vonum enn að það gerist fljótlega. Þjáningarnar í dag eru framhald þjáninganna sem við höfum þolað þau ár sem hann hefur verið í fangelsi,“ sagði Adeeb al-Saifi, faðir fangans Ahmad al-Saifi sem er í haldi Ísraela. Palestínsk kona vonaðist eftir því að endurheimta fjóra fjölskyldumeðlimi úr haldi Ísraela. „Ég bíð eftir fjórum föngum, þremur sonum mínum og manninum mínum. Nafn mannsins míns var á listanum. Ég kom hingað í gær til að bíða eftir lausn þeirra,“ sagði Khitam Abu Qamar um fjölskyldumeðlimi sína. „Við vorum glöð þrátt fyrir kuldann og alla erfiðleikana á leiðinni hingað. Þeim hefur ekki enn verið sleppt. Það varð afturkippur í samkomulaginu og þeim hefur ekki verið sleppt,“ sagði hún einnig. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Palestínsk yfirvöld hafa lýst aðgerðum Ísraela sem „hættulegri stigmögnun“ á ástandinu. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði að kvíarnar verði færðar út á Vesturbakkanum til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi í öllum flóttamannabúðum á svæðinu. „Við munum ekki leyfa íbúum að snúa aftur og við munum ekki leyfa hryðjuverkastarfsemi að snúa aftur og vaxa,“ sagði Katz einnig í yfirlýsingu. Ætlar að halda 620 Palestínubúum áfram í haldi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tilkynnti snemma í morgun að 620 palestínskum föngum verði ekki sleppt úr haldi, eins og lofað var, fyrr en Hamas lætur fleiri ísraelska gísla lausa. „Í sextán ár höfum við beðið eftir þessu og vonað að syni okkar yrði sleppt eins og hinum föngunum og fjölskyldum þeirra. Við vonum enn að það gerist fljótlega. Þjáningarnar í dag eru framhald þjáninganna sem við höfum þolað þau ár sem hann hefur verið í fangelsi,“ sagði Adeeb al-Saifi, faðir fangans Ahmad al-Saifi sem er í haldi Ísraela. Palestínsk kona vonaðist eftir því að endurheimta fjóra fjölskyldumeðlimi úr haldi Ísraela. „Ég bíð eftir fjórum föngum, þremur sonum mínum og manninum mínum. Nafn mannsins míns var á listanum. Ég kom hingað í gær til að bíða eftir lausn þeirra,“ sagði Khitam Abu Qamar um fjölskyldumeðlimi sína. „Við vorum glöð þrátt fyrir kuldann og alla erfiðleikana á leiðinni hingað. Þeim hefur ekki enn verið sleppt. Það varð afturkippur í samkomulaginu og þeim hefur ekki verið sleppt,“ sagði hún einnig.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31