Karabatic-ballið alveg búið Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 15:31 Karabatic-bræðurnir hættu sem ríkjandi Evrópumeistarar því Frakkland vann Danmörku í úrslitaleik EM fyrir rúmu ári síðan. Getty/Lars Baron Síðustu tuttugu ár hefur Karabatic-nafnið verið áberandi í franska landsliðinu í handbolta en nú er þeim tíma lokið. Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Franski handboltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra.
Franski handboltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira