„Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 17:05 Benóný Breki fagnar með liðsfélögum sínum. Stockport County Framherjinn Benóný Breki Andrésson er kominn á blað í ensku C-deildinni. Hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Stockport County í 2-1 sigri á Blackpool. Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson var einnig á skotskónum í Grikklandi. Hinn 19 ára gamli Benóný Breki gekk í raðir Stockport eftir frábært tímabil með KR á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í bikarleik gegn Crystal Palace en hafði annars aðeins spilað 22 mínútur í deildinni þegar kom að leik dagsins. Framherjinn efnilegi hóf leik á bekknum en var sendur inn í hálfleik eftir að Ashley Fletcher, fyrrverandi leikmaður Manchester United, West Ham United, Middlesbrough, Watford og New York Red Bulls, hafði komið gestunum yfir. Það tók Benóný Breka aðeins tvær mínútur að jafna metin. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 Stockport í vil sem er nú með 57 stig í 5. sæti að loknum 33 leikjum. Edgeley Park has a new hero, and his name is Benoný Breki Andrésson 😍#StockportCounty pic.twitter.com/Jos07L0N93— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Efstu tvö lið C-deildarinnar fara beint upp í B-deildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í B-deild. Í Grikklandi skoraði Hjörtur Hermannsson eina mark Volos þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aris í efstu deildinni þar í landi. Mark Hjartar kom á 71. mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Volos er með 22 stig í 12. sæti af 14 liðum eftir 25 leiki. Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Þá fara liðin í 9. til 14. sæti í umspil um hvaða lið falla úr deildinni. Fótbolti Enski boltinn Gríski boltinn Tengdar fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Benóný Breki gekk í raðir Stockport eftir frábært tímabil með KR á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í bikarleik gegn Crystal Palace en hafði annars aðeins spilað 22 mínútur í deildinni þegar kom að leik dagsins. Framherjinn efnilegi hóf leik á bekknum en var sendur inn í hálfleik eftir að Ashley Fletcher, fyrrverandi leikmaður Manchester United, West Ham United, Middlesbrough, Watford og New York Red Bulls, hafði komið gestunum yfir. Það tók Benóný Breka aðeins tvær mínútur að jafna metin. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 Stockport í vil sem er nú með 57 stig í 5. sæti að loknum 33 leikjum. Edgeley Park has a new hero, and his name is Benoný Breki Andrésson 😍#StockportCounty pic.twitter.com/Jos07L0N93— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Efstu tvö lið C-deildarinnar fara beint upp í B-deildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í B-deild. Í Grikklandi skoraði Hjörtur Hermannsson eina mark Volos þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aris í efstu deildinni þar í landi. Mark Hjartar kom á 71. mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Volos er með 22 stig í 12. sæti af 14 liðum eftir 25 leiki. Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Þá fara liðin í 9. til 14. sæti í umspil um hvaða lið falla úr deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Gríski boltinn Tengdar fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45