„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. mars 2025 21:39 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum fyrr í vetur Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira