Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 16:00 Ruben Amorim hefur ekki átt sjö dagana sæla sem stjóri Manchester United en liðið er þó enn með í Evrópudeildinni. Getty/James Gill Manchester United þarf að slá út Orra Óskarsson og félaga í Real Sociedad til að eiga enn möguleika á titli á þessari leiktíð. Rúben Amorim, stjóri United, segir félagið hins vegar hafa um „stærri hluti“ að hugsa en að vinna titil í vor. Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira