Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 6. mars 2025 15:32 Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. Til þess að metnaðarfullt nám og kennsla geti farið fram þarf að tryggja að starfsaðstæður bæði stúdenta og starfsfólks séu eins góðar og kostur er. Í störfum mínum við Háskóla Íslands hef ég lagt áherslu á kennsluþróun og starfendarannsóknir samhliða kennslu. Ég er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og hef hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu. Þessi áhersla sprettur af einlægum áhuga mínum á því að efla nám og kennslu. Með birtingu niðurstaðna starfendarannsókna og virkri aðild að Kennsluakademíunni tek ég þátt í að miðla nútímalegum kennsluháttum til samstarfsfólks míns. Meðal þess sem ég hef tekið upp er svokölluð vendikennsla, þar sem fyrirlestrar eru aðgengilegir rafrænt fyrir tíma. Þeir nýtast þá stúdentum til að undirbúa sig og rifja upp, á meðan í skólastofunni er hægt að fara dýpra í flóknari hugtök eða vinna verkefni sem nýta hugtök og þekkingu sem þeir hafa verið að kynna sér. Það eru hagsmunir stúdenta að í kennslu sé verið að nýta nýjustu þekkingu, ekki bara í faginu sem þeir stunda nám í, heldur einnig í kennslufræðinni sem er beitt. Þá þarf að tryggja að nemendur fái breiðan grunn til að vinna með þau verkefni sem mæta þeim þegar þau ljúka námi, t.d. með því að taka námskeið utan síns sviðs sem tengist samfélagslegum áskorunum eða nýsköpun. Það hefur verið rauður þráður í minni tíð sem kennari að koma til móts við nemendur þar sem þau standa. Það er eitt af því sem ég mun leggja áherslu á sem rektor, til dæmis með auknum stuðningi við nemendur og kennara og aukinni áherslu á að koma til móts við kröfur samtímans um sveigjanleika í námi. En til þess að stúdentar geti helgað sig námi þarf að breyta aðstæðum þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúdentar dragi fram lífið á námslánum sem eru undir lágmarksframfærslu. Það kallar á að þeir vinni langt um fram það sem eðlilegt getur talist samhliða námi og dregur úr helgun þeirra, sem aftur dregur úr gæðum námsumhverfisins. Fullt nám er full vinna, við sem berum ábyrgð á þeim vinnustað, í þessu tilfelli Háskóla Íslands, verðum að tryggja að starfsaðstæður nemenda séu ávallt þær bestu sem kostur er. Því mun ég sem rektor styðja stúdenta í hagsmunabaráttu þeirra til að auka gæði náms- og starfsumhverfis allra sem nema og starfa við Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun