Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2025 23:31 Jonathan Klinsmann gaf boltastráknum markmannstreyjuna sína og strákurinn var mjög sáttur. Getty/Simone Arveda/cesenafc Jonathan Klinsmann, sonur hins eina sanna Jürgens, þakkaði boltastrák sérstaklega fyrir hjálpina í leik á dögunum. Jonathan Klinsmann er ekki framherji eins og faðir sinn heldur markvörður. Hann spilar með ítalska B-deildarliðinu Cesena. Klinsmann átti góðan leik um helgina þegar Cesena vann 2-0 heimasigur á US Salernitana 1919. Klinsmann hélt marki sínu hreinu en það reyndi á það á 83. mínútu leiksins þegar staðan var enn markalaus. Salernitana fékk þá vítaspyrnu sem Alberto Cerri tók. Klinsmann skutlaði sér til hægri og varði vítið. Strax á eftir mátti sjá hann benda á boltastrák fyrir aftan markið og þakka honum fyrir. Tólf ára boltastrákur sagði nefnilega Klinsmann að skutla sér til hægri sem og hann gerði með frábærum árangri. Cesena skoraði fyrra markið sitt mínútu síðar og innsiglaði síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Gríðarlega mikilvægur sigur var því í höfn hjá Cesena í baráttu um sæti í umspili um laust sæti í Seríu A. Hinn 27 ára gamli Klinsmann hefur fengið á sig 19 mörk í 18 leikjum og haldið fimm sinnum hreinu. Þetta var fyrta vítið sem hann varði á tímabilinu og í raun það fyrsta sem hann ver í leik síðan í desember 2017. Klinsmann var líka mjög þakklátur og hann launaði stráknum aðstoðina með því að gefa honum markmannstreyju sína eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Italian Football TV (IFTV) (@italianfootballtv) Ítalski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
Jonathan Klinsmann er ekki framherji eins og faðir sinn heldur markvörður. Hann spilar með ítalska B-deildarliðinu Cesena. Klinsmann átti góðan leik um helgina þegar Cesena vann 2-0 heimasigur á US Salernitana 1919. Klinsmann hélt marki sínu hreinu en það reyndi á það á 83. mínútu leiksins þegar staðan var enn markalaus. Salernitana fékk þá vítaspyrnu sem Alberto Cerri tók. Klinsmann skutlaði sér til hægri og varði vítið. Strax á eftir mátti sjá hann benda á boltastrák fyrir aftan markið og þakka honum fyrir. Tólf ára boltastrákur sagði nefnilega Klinsmann að skutla sér til hægri sem og hann gerði með frábærum árangri. Cesena skoraði fyrra markið sitt mínútu síðar og innsiglaði síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Gríðarlega mikilvægur sigur var því í höfn hjá Cesena í baráttu um sæti í umspili um laust sæti í Seríu A. Hinn 27 ára gamli Klinsmann hefur fengið á sig 19 mörk í 18 leikjum og haldið fimm sinnum hreinu. Þetta var fyrta vítið sem hann varði á tímabilinu og í raun það fyrsta sem hann ver í leik síðan í desember 2017. Klinsmann var líka mjög þakklátur og hann launaði stráknum aðstoðina með því að gefa honum markmannstreyju sína eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Italian Football TV (IFTV) (@italianfootballtv)
Ítalski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira