Cadillac verður með lið í formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 18:00 Cadillac hefur tekið þátt í öðrum akstursíþróttakeppnum eins og þeirri á Daytona International Speedway. Getty/ James Gilbert Formúla 1 hefur staðfest að Cadillac verði ellefta liðið í heimsmeistarakeppni formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu. Bandaríski bílaframleiðandinn hefur unnið að því undanfarin misseri að komast að í formúlu 1 og nú er það orðið að veruleika. Formúla 1 hefur verið að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum og nýtt bandarísk lið kemur því sterkt inn þegar kemur að því að reyna að auka þær enn frekar. Það var vitað að þetta var mjög líklegt eftir að formúla 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, náðu samkomulagi í fyrr. Cadillac mun fá vél frá Ferrari til að byrja með en General Motors, framleiðslufyrirtæki Cadillac bílanna, setur síðan stefnuna á það að framleiða eigin vélar fyrir lok áratugarins. Cadillac hefur heimsstöðvar sínar til að byrja með nálægt Silverstone brautinni í Englandi en ætlar sér að byggja upp aðstöðu í Charlotte í Norður Karólínufylki. Cadillac á eftir að tilkynna hvaða ökumenn munu keyra bílana en það verður örugglega pressa á það að einn þeirra verði Bandaríkjamaður. BREAKING: Cadillac confirmed as 11th team on the 2026 F1 grid#F1 pic.twitter.com/V5eoWfQCYX— Formula 1 (@F1) March 7, 2025 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn hefur unnið að því undanfarin misseri að komast að í formúlu 1 og nú er það orðið að veruleika. Formúla 1 hefur verið að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum og nýtt bandarísk lið kemur því sterkt inn þegar kemur að því að reyna að auka þær enn frekar. Það var vitað að þetta var mjög líklegt eftir að formúla 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, náðu samkomulagi í fyrr. Cadillac mun fá vél frá Ferrari til að byrja með en General Motors, framleiðslufyrirtæki Cadillac bílanna, setur síðan stefnuna á það að framleiða eigin vélar fyrir lok áratugarins. Cadillac hefur heimsstöðvar sínar til að byrja með nálægt Silverstone brautinni í Englandi en ætlar sér að byggja upp aðstöðu í Charlotte í Norður Karólínufylki. Cadillac á eftir að tilkynna hvaða ökumenn munu keyra bílana en það verður örugglega pressa á það að einn þeirra verði Bandaríkjamaður. BREAKING: Cadillac confirmed as 11th team on the 2026 F1 grid#F1 pic.twitter.com/V5eoWfQCYX— Formula 1 (@F1) March 7, 2025
Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira