Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 13:06 Aron Einar Gunnarsson hefur spilað 104 A-landsleiki og gæti bætt við þá tölu gegn Kósovó. Getty/Will Palmer Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson er í landsliðshópnum en félagar hans af gullkynslóðinni, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson, eru hins vegar ekki með. Lúkas J. Blöndal Petersson, sonur handboltakappans Alexanders Petersson, er einn af markvörðum hópsins og sá eini sem ekki hefur spilað A-landsleik. Aron hefur spilað 104 landsleiki og er langreynslumestur í hópnum þegar kemur að landsleikjum. Næstir á eftir honum eru Arnór Ingvi Traustason með 63 landsleiki og Sverrir Ingi Ingason með 55 leiki. Lúkas kemur í hópinn í stað Patriks Sigurðar Gunnarssonar sem hefur ekkert spilað með liði sínu Kortrijk í Belgíu á þessu ári. Hákon Arnar Haraldsson og Albert Guðmundsson, sem misst hafa af síðustu landsleikjum vegna meiðsla, eru báðir í hópnum. Bjarki Steinn Bjarkason, Þórir Jóhann Helgason og Kristian Nökkvi Hlynsson koma einnig inn í hópinn á ný. Daníel Leó Grétarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Alfons Sampsted, Sævar Atli Magnússon og Arnór Sigurðsson eru auk Jóhanns og Gylfa á meðal þeirra sem ekki eru í hópnum að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands gegn Kósovó: Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 17 leikir Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG Hoffenheim Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 15 leikir Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 4 leikir Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 55 leikir, 3 mörk Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 104 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 47 leikir, 2 mörk Logi Tómasson - Stromsgodset - 7 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 25 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 16 leikir, 2 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 63 leikir, 6 mörk Júlíus Magnússon - IF Elfsborg - 5 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 31 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC -19 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 42 leikir, 6 mörk Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 37 leikir, 10 mörk Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 2 leikir Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 15 leikir Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 30 leikir, 8 mörk Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 14 leikir, 5 mörk Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson er í landsliðshópnum en félagar hans af gullkynslóðinni, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson, eru hins vegar ekki með. Lúkas J. Blöndal Petersson, sonur handboltakappans Alexanders Petersson, er einn af markvörðum hópsins og sá eini sem ekki hefur spilað A-landsleik. Aron hefur spilað 104 landsleiki og er langreynslumestur í hópnum þegar kemur að landsleikjum. Næstir á eftir honum eru Arnór Ingvi Traustason með 63 landsleiki og Sverrir Ingi Ingason með 55 leiki. Lúkas kemur í hópinn í stað Patriks Sigurðar Gunnarssonar sem hefur ekkert spilað með liði sínu Kortrijk í Belgíu á þessu ári. Hákon Arnar Haraldsson og Albert Guðmundsson, sem misst hafa af síðustu landsleikjum vegna meiðsla, eru báðir í hópnum. Bjarki Steinn Bjarkason, Þórir Jóhann Helgason og Kristian Nökkvi Hlynsson koma einnig inn í hópinn á ný. Daníel Leó Grétarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Alfons Sampsted, Sævar Atli Magnússon og Arnór Sigurðsson eru auk Jóhanns og Gylfa á meðal þeirra sem ekki eru í hópnum að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands gegn Kósovó: Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 17 leikir Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG Hoffenheim Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 15 leikir Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 4 leikir Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 55 leikir, 3 mörk Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 104 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 47 leikir, 2 mörk Logi Tómasson - Stromsgodset - 7 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 25 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 16 leikir, 2 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 63 leikir, 6 mörk Júlíus Magnússon - IF Elfsborg - 5 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 31 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC -19 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 42 leikir, 6 mörk Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 37 leikir, 10 mörk Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 2 leikir Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 15 leikir Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 30 leikir, 8 mörk Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 14 leikir, 5 mörk
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira