Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 09:30 McLaren ökumaðurinn Lando Norris fagnar hér sigri í ástralska kappakstrinum í nótt. AP/Scott Barbour Lando Norris hjá McLaren vann fyrsta formúlu 1 keppni ársins í nótt en þá fór ástralski kappaksturinn fram í Melbourne. Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1)
Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti