Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 10:21 Matteo Marchetti dómari leiksins sendi Dele Alli snemma í sturtu í leiknum á móti AC Milan í gær. Getty/Jonathan Moscrop Enski knattspyrnumaðurinn Deli Alli lék sinn fyrsta knattspyrnuleik í 748 daga í gærkvöldi en kvöldið endaði snemma og illa fyrir þessa fyrrum vonarstjörnu enska fótboltans. Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ítalski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Ítalski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira