Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2025 14:52 Það kemur á óvart hvað húsið er stórt að sögn Vilhjálms. VB Eignir „Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir
Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira