Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 18:49 Logi Már Einarsson menningarráðherra segir ekki standa til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslenskuna. Vísir/Samsett Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir menningarráðherra fyrir meinta linkind í málefnum íslenskrar tungu. Hann segist skynja uppgjafartón í orðræðu hans um málaflokkinn. Menningarráðherra hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að bjóða upp á ensku í upplýsingamiðlun. Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum. Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum.
Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira