Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 14:31 Bræðurnir skelltu upp úr þegar pabbi þeirra, Andrés Guðmundsson, fór yfir það með hressandi hætti hvernig honum leið á KR-leikjum í fyrra. Stöð 2 Sport „Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður,“ segir Axel Óskar Andrésson. Axel og pabbi hans, kraftajötuninn Andrés Guðmundsson, ræddu um KR-tímann í fyrsta þætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Feðgarnir fóru yfir KR-tímann Axel og Jökull bróðir hans munu spila saman með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni eftir aðeins hálfan mánuð. Það verður fyrsta leiktíð liðsins í efstu deild karla í fótbolta. Axel sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta sumar og gekk þá í raðir KR, eftir að hafa spilað á Englandi, í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa fengið góðan liðsstyrk áttu KR-ingar afar erfitt uppdráttar og Axel hlaut sjálfur sömuleiðis sinn skerf af gagnrýni. „Leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann“ „Þetta var mjög erfiður tími. Sérstaklega í svona klúbbi sem er með háan standard og vill alltaf vera í toppbaráttunni, að berjast um titla. Þegar ég skrifaði undir var bara eitt markmið og það var að vinna djöfulsins mótið,“ segir Axel í þættinum en hann var þrátt fyrir allt ánægður með að aðrir hefðu einnig búist við meira af honum og öðrum sem komu inn í KR-liðið: „Ég get sagt ykkur það að ef þessi umræða hefði ekki verið um okkur, þá hefði ég verið mikið pirraðri, því við vorum mennirnir sem áttum að koma inn og hækka standardinn. Ég lít því dálítið á þetta þannig: „Djöfull hefði verið leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann, að maður væri ekki að standa sig.“ Þetta er ekkert létt, að koma til baka [úr atvinnumennsku]. Ég var svo sannarlega ekki að vanmeta deildina eða neitt svoleiðis þegar ég kom inn. Ég vissi alveg að þetta væri ekkert „walk in the park“. Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður en það gerir íslenska knattspyrnu fallega að það hafa allir áhuga á þessu,“ segir Axel. „Gat bara ekki horft meira á“ Baldur spurði þá pabba Axels, Andrés, hvort að hann tæki það inn á sig þegar sonum hans gengi erfiðlega: „Ég gerði það rosalega í KR. Ég fór heim af þremur leikjum því ég gat bara ekki horft meira á. Það sauð á hausnum,“ sagði Andrés einlægur og hló. „Svona eru bara íþróttir, er það ekki?“ Þáttinn má finna í heild sinni í vefsjónvarpi Stöðvar 2 en þættirnir eru sýndir á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum. Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi KR Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Feðgarnir fóru yfir KR-tímann Axel og Jökull bróðir hans munu spila saman með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni eftir aðeins hálfan mánuð. Það verður fyrsta leiktíð liðsins í efstu deild karla í fótbolta. Axel sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta sumar og gekk þá í raðir KR, eftir að hafa spilað á Englandi, í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa fengið góðan liðsstyrk áttu KR-ingar afar erfitt uppdráttar og Axel hlaut sjálfur sömuleiðis sinn skerf af gagnrýni. „Leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann“ „Þetta var mjög erfiður tími. Sérstaklega í svona klúbbi sem er með háan standard og vill alltaf vera í toppbaráttunni, að berjast um titla. Þegar ég skrifaði undir var bara eitt markmið og það var að vinna djöfulsins mótið,“ segir Axel í þættinum en hann var þrátt fyrir allt ánægður með að aðrir hefðu einnig búist við meira af honum og öðrum sem komu inn í KR-liðið: „Ég get sagt ykkur það að ef þessi umræða hefði ekki verið um okkur, þá hefði ég verið mikið pirraðri, því við vorum mennirnir sem áttum að koma inn og hækka standardinn. Ég lít því dálítið á þetta þannig: „Djöfull hefði verið leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann, að maður væri ekki að standa sig.“ Þetta er ekkert létt, að koma til baka [úr atvinnumennsku]. Ég var svo sannarlega ekki að vanmeta deildina eða neitt svoleiðis þegar ég kom inn. Ég vissi alveg að þetta væri ekkert „walk in the park“. Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður en það gerir íslenska knattspyrnu fallega að það hafa allir áhuga á þessu,“ segir Axel. „Gat bara ekki horft meira á“ Baldur spurði þá pabba Axels, Andrés, hvort að hann tæki það inn á sig þegar sonum hans gengi erfiðlega: „Ég gerði það rosalega í KR. Ég fór heim af þremur leikjum því ég gat bara ekki horft meira á. Það sauð á hausnum,“ sagði Andrés einlægur og hló. „Svona eru bara íþróttir, er það ekki?“ Þáttinn má finna í heild sinni í vefsjónvarpi Stöðvar 2 en þættirnir eru sýndir á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum.
Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi KR Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira