Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2025 11:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir ætlar að sitja áfram sem þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið án hans vitneskju. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira