Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 10:35 Hamilton var sneggstur í tímatöku gærdagsins fyrir sprettkeppnina og leiddi hana svo frá upphafi til enda. Hann gat því fagnað en náði ekki alveg að fylgja því eftir í tímatökunni í morgun fyrir kappakstur morgundagsins. Mark Sutton - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Lewis Hamilton á Ferrari fagnaði sigri í sprettkeppni næturinnar í Formúlu 1 í Sjanghæ í Kína. Oscar Piastri á McLaren varð annar en hann verður jafnframt á ráspól í keppni morgundagsins eftir góða tímatöku í morgun. Tímataka fyrir sprettkeppnina fór fram í fyrrinótt þar sem Hamilton náði ráspól í fyrsta sinn með nýju liði. Ákveðið afturhvarf til ársins 2021 er Hamilton og Max Verstappen voru fremstir í rásröðinni þegar sprettkeppnin hófst í nótt. Lando Norris á McLaren, sem vann fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, gerði mistök á fyrsta hring og missti þrjá upp fyrir sig, eftir að hafa ræst sjötti. Honum gekk illa að bæta upp fyrir mistökin á hröðum McLaren-bílnum. Flest allir lentu í vandræðum með framdekkin sem eyddust hratt á kínversku brautinni, þar á meðal Verstappen háði mikla baráttu við Piastri sem nartaði í hæla hans frá byrjun. Fimm hringir voru eftir þegar Piastri flaug fram úr Verstappen og hlaut hann annað sætið, á eftir Hamilton sem var fremstur frá upphafi til enda. Verstappen varð þriðji, George Russell á Mercedes fjórði, Charles Leclerc, Ferrari, fimmti. Lando Norris tókst undir lokin að vinna sig upp úr níunda sæti í það áttunda og hlaut eitt stig. Aðeins efstu átta fá stig fyrir sprettkeppnina, Hamilton hlaut því átta stig, Piastri sjö og koll af kolli fengu þeir sem á eftir voru stigi minna. Í fyrsta sinn á ráspól Eftir sprettkeppnina í nótt fór tímataka fram klukkan hálf átta í morgun. Lando Norris var sneggstur framan af og setti brautarmet í annarri umferð tímatökunnar. Piastri byggði ofan á góða frammistöðu í sprettkeppninni og sló liðsfélaga sínum við í lokaumferðinni. Hann var sneggstur allra og mun ræsa fremstur í kappakstri morgundagsins, og er á ráspól í fyrsta sinn á sínum ferli. George Russell átti glimrandi lokahring til að troða sér á milli hans og Norris sem mun ræsa þriðji. Þessir þrír ræsa fremstir á morgun, Piastri (fyrir miðju) er á ráspól í fyrsta sinn á ferlinum.Kym Illman/Getty Images Þar á eftir er Verstappen og svo Hamilton fimmti en hann var tæplega einum hundraðasta úr sekúndu sneggri en liðsfélaginn Charles Leclerc sem er fimmti. Ökuþórar Racing Bulls, varaliðs Red Bull, komu hvað mest á óvart. Báðir náðu í lokaumferð tímatökunnar. Nýliðinn Isack Hadjar ræsir sjöundi og liðsfélagi hans Yuki Tsunoda níundi. Áhugavert verður að sjá Hadjar í hans fyrsta kappakstri á morgun en hann gerði sig sekan um glórulaus mistök í Melbourne er hann eyðilagði bíl sinn á upphitunarhring kappakstursins. Gera má ráð fyrir spennandi kappakstri á morgun en brautin í Kína er talin sérlega vænleg fyrir framúrakstur. Hvergi urðu fleiri slíkir á síðustu leiktíð en í Sjanghæ. Sjanghæ-kappaksturinn hefst klukkan 6:30 í fyrramálið og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Tímataka fyrir sprettkeppnina fór fram í fyrrinótt þar sem Hamilton náði ráspól í fyrsta sinn með nýju liði. Ákveðið afturhvarf til ársins 2021 er Hamilton og Max Verstappen voru fremstir í rásröðinni þegar sprettkeppnin hófst í nótt. Lando Norris á McLaren, sem vann fyrstu keppni ársins í Melbourne síðustu helgi, gerði mistök á fyrsta hring og missti þrjá upp fyrir sig, eftir að hafa ræst sjötti. Honum gekk illa að bæta upp fyrir mistökin á hröðum McLaren-bílnum. Flest allir lentu í vandræðum með framdekkin sem eyddust hratt á kínversku brautinni, þar á meðal Verstappen háði mikla baráttu við Piastri sem nartaði í hæla hans frá byrjun. Fimm hringir voru eftir þegar Piastri flaug fram úr Verstappen og hlaut hann annað sætið, á eftir Hamilton sem var fremstur frá upphafi til enda. Verstappen varð þriðji, George Russell á Mercedes fjórði, Charles Leclerc, Ferrari, fimmti. Lando Norris tókst undir lokin að vinna sig upp úr níunda sæti í það áttunda og hlaut eitt stig. Aðeins efstu átta fá stig fyrir sprettkeppnina, Hamilton hlaut því átta stig, Piastri sjö og koll af kolli fengu þeir sem á eftir voru stigi minna. Í fyrsta sinn á ráspól Eftir sprettkeppnina í nótt fór tímataka fram klukkan hálf átta í morgun. Lando Norris var sneggstur framan af og setti brautarmet í annarri umferð tímatökunnar. Piastri byggði ofan á góða frammistöðu í sprettkeppninni og sló liðsfélaga sínum við í lokaumferðinni. Hann var sneggstur allra og mun ræsa fremstur í kappakstri morgundagsins, og er á ráspól í fyrsta sinn á sínum ferli. George Russell átti glimrandi lokahring til að troða sér á milli hans og Norris sem mun ræsa þriðji. Þessir þrír ræsa fremstir á morgun, Piastri (fyrir miðju) er á ráspól í fyrsta sinn á ferlinum.Kym Illman/Getty Images Þar á eftir er Verstappen og svo Hamilton fimmti en hann var tæplega einum hundraðasta úr sekúndu sneggri en liðsfélaginn Charles Leclerc sem er fimmti. Ökuþórar Racing Bulls, varaliðs Red Bull, komu hvað mest á óvart. Báðir náðu í lokaumferð tímatökunnar. Nýliðinn Isack Hadjar ræsir sjöundi og liðsfélagi hans Yuki Tsunoda níundi. Áhugavert verður að sjá Hadjar í hans fyrsta kappakstri á morgun en hann gerði sig sekan um glórulaus mistök í Melbourne er hann eyðilagði bíl sinn á upphitunarhring kappakstursins. Gera má ráð fyrir spennandi kappakstri á morgun en brautin í Kína er talin sérlega vænleg fyrir framúrakstur. Hvergi urðu fleiri slíkir á síðustu leiktíð en í Sjanghæ. Sjanghæ-kappaksturinn hefst klukkan 6:30 í fyrramálið og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira