Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 08:31 Adam Idah og Heimir Hallgrímsson glaðbeittir eftir sigurinn í gær. Getty/Michael P Ryan Adam Idah innsiglaði sigur Írlands í einvíginu við Búlgaríu, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Hann hafði fengið fund með Heimi Hallgrímssyni í von um að spila meira og saman glöddust þeir í gærkvöld. Írarnir hans Heimis afrekuðu í gær það sem Íslendingum mistókst á sama tíma – að halda sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar. Idah er framherji skoska liðsins Celtic og hefur meðal annars skorað þrjú mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hann kom ekkert við sögu á fimmtudaginn þegar Írar unnu 2-1 útisigur í fyrri leiknum við Búlgaríu en lék síðustu 25 mínúturnar í heimaleiknum í gær og skoraði sigurmarkið í 2-1 heimasigri, á 84. mínútu. Fram að því marki hefði Búlgaríu dugað eitt mark til að komast í framlengingu. Idah segir það hafa borgað sig að óska eftir fundi með Heimi eftir leikinn í Búlgaríu á fimmtudag. „Ég var vonsvikinn um daginn með að fá ekki að koma inn á. Ég iðaði í skinninu að koma inn á heima og það var góður bónus að skora,“ sagði Idah við BBC. „Ég talaði við Heimi en það var ekkert í slæmu. Ég vildi bara vita af hverju ég kom ekki inn á, í ljósi þeirrar leiktíðar sem ég hef átt. Það var gott, ég þurfti líklega að eiga þetta spjall eftir að hafa misst af síðasta leik,“ sagði Idah og bætti við: „Hann sagði að þegar ég fengi tækifærið ætti ég að fara og sýna hvað ég kann, og hann gaf mér mínúturnar og það var frábært að ná að skora. Við hlógum aðeins og grínuðumst eftir þetta.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Írarnir hans Heimis afrekuðu í gær það sem Íslendingum mistókst á sama tíma – að halda sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar. Idah er framherji skoska liðsins Celtic og hefur meðal annars skorað þrjú mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hann kom ekkert við sögu á fimmtudaginn þegar Írar unnu 2-1 útisigur í fyrri leiknum við Búlgaríu en lék síðustu 25 mínúturnar í heimaleiknum í gær og skoraði sigurmarkið í 2-1 heimasigri, á 84. mínútu. Fram að því marki hefði Búlgaríu dugað eitt mark til að komast í framlengingu. Idah segir það hafa borgað sig að óska eftir fundi með Heimi eftir leikinn í Búlgaríu á fimmtudag. „Ég var vonsvikinn um daginn með að fá ekki að koma inn á. Ég iðaði í skinninu að koma inn á heima og það var góður bónus að skora,“ sagði Idah við BBC. „Ég talaði við Heimi en það var ekkert í slæmu. Ég vildi bara vita af hverju ég kom ekki inn á, í ljósi þeirrar leiktíðar sem ég hef átt. Það var gott, ég þurfti líklega að eiga þetta spjall eftir að hafa misst af síðasta leik,“ sagði Idah og bætti við: „Hann sagði að þegar ég fengi tækifærið ætti ég að fara og sýna hvað ég kann, og hann gaf mér mínúturnar og það var frábært að ná að skora. Við hlógum aðeins og grínuðumst eftir þetta.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira