Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 25. mars 2025 08:31 Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun