„Fall er fararheill“ Jón Þór Stefánsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. mars 2025 13:49 Guðmundur Ingi hélt ræðuna umtöluð á sínum fyrsta heila degi í embætti. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram. Það var síðastliðinn sunnudag sem Guðmundur tók við embættinu eftir afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Það var síðan daginn eftir, í gær mánudag, sem hann byrjaði daginn á að ávarpa leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu um þessar mundir. Guðmundur segir að tilhugsunin um að stökkva beint í djúpu laugina, að fara í svona stórt verkefni á fyrsta degi, hafi verið nokkuð hrollvekjandi. „Ég skal alveg viðurkenna að ég fékk hálfgerðan hroll þegar ég hugsaði um það að ég færi beint hingað, með fullt af kollegum og kennurum. En eftir á að hyggja þá var þetta það besta sem gat gerst. Því hér fékk ég gífurlegt magn af góðum upplýsingum um mitt starf og hvað er fram undan. Þannig ég er bara guðsfeginn að fá að byrja hér.“ Áðurnefnd ræða Guðmundar var á ensku. Mikil umræða hefur skapast á netinu um enskunnáttu hans í kjölfarið. Sumir segja óviðunandi að ráðherra tali ekki betri ensku, en aðrir hafa sakað þá sem segja það um menntahroka, og finnst eðlilegt að tungumálakunnátta valdafólks sé misgóð. Hvað finnst þér um þessi viðbrögð? „Ósköp eðlileg, vegna þess að ég lenti þarna í vandræðum. Ég skal alveg viðurkenna það. Ég lenti í vandræðum með stafi og ljósið. Þetta var ekki nógu og gott, en fall er fararheill. Ég bara held áfram.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25. mars 2025 08:02 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það var síðastliðinn sunnudag sem Guðmundur tók við embættinu eftir afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Það var síðan daginn eftir, í gær mánudag, sem hann byrjaði daginn á að ávarpa leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu um þessar mundir. Guðmundur segir að tilhugsunin um að stökkva beint í djúpu laugina, að fara í svona stórt verkefni á fyrsta degi, hafi verið nokkuð hrollvekjandi. „Ég skal alveg viðurkenna að ég fékk hálfgerðan hroll þegar ég hugsaði um það að ég færi beint hingað, með fullt af kollegum og kennurum. En eftir á að hyggja þá var þetta það besta sem gat gerst. Því hér fékk ég gífurlegt magn af góðum upplýsingum um mitt starf og hvað er fram undan. Þannig ég er bara guðsfeginn að fá að byrja hér.“ Áðurnefnd ræða Guðmundar var á ensku. Mikil umræða hefur skapast á netinu um enskunnáttu hans í kjölfarið. Sumir segja óviðunandi að ráðherra tali ekki betri ensku, en aðrir hafa sakað þá sem segja það um menntahroka, og finnst eðlilegt að tungumálakunnátta valdafólks sé misgóð. Hvað finnst þér um þessi viðbrögð? „Ósköp eðlileg, vegna þess að ég lenti þarna í vandræðum. Ég skal alveg viðurkenna það. Ég lenti í vandræðum með stafi og ljósið. Þetta var ekki nógu og gott, en fall er fararheill. Ég bara held áfram.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25. mars 2025 08:02 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25. mars 2025 08:02