Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar 28. mars 2025 12:30 Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun