Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. mars 2025 22:48 Memphis Depay varð deildarmeistari á sínu fyrsta tímabili í Brasilíu. EPA-EFE/ISAAC FONTANA Memphis Depay efndi til slagsmála með því að standa á boltanum, rétt áður en hann varð deildarmeistari með Corinthians í Brasilíu. Corinthians var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn um titilinn og komið var fram að nítugustu mínútu í seinni leiknum þegar Depay ákvað, í stað þess að skýla boltanum bara, að standa aðeins á honum og stæra sig. Tveir leikmenn Corinthians réðust að honum og augnabliki síðar höfðu brotist út heljarinnar slagsmál eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Memphis Depay é COBRA da bolaacabou com o jogo em um lance pic.twitter.com/eHAWrKGqUJ— FluResenha (@resenhaflutt) March 28, 2025 Leikurinn hafði verið mjög dramatískur fram að þessu, þjálfari og miðjumaður Corinthians fengu báðir rautt spjald og sóknarmaður Palmeiras klúðraði víti sem hefði jafnað stöðuna í einvíginu. Nokkrum mínútum síðar þegar menn höfðu róað sig niður hélt leikurinn áfram og Corinthians hélt út 1-0 sigur. Liðið varð þar með deildarmeistari í fyrsta sinn síðan 2019 en alls var þetta 31. deildarmeistaratitillinn, sem er met. Depay fylgdi í fótspor goðsagna eins og Jaap Stam og Ruud van Nistelrooy sem komu til Manchester United frá PSV, en náði aldrei sömu hæðum. John Peters/Man Utd via Getty Images Þetta var fimmti titillinn á ferli Depay, sem gekk til liðs við Corinthians frá Atlético Madrid í fyrra en varð síðast deildarmeistari með Barcelona tímabilið 2022-23. Þar áður hafði hann leikið fyrir Lyon og Manchester United, sem keypti hann fyrir mikið fé frá uppeldisfélaginu PSV Eindhoven. Brasilía Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Corinthians var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn um titilinn og komið var fram að nítugustu mínútu í seinni leiknum þegar Depay ákvað, í stað þess að skýla boltanum bara, að standa aðeins á honum og stæra sig. Tveir leikmenn Corinthians réðust að honum og augnabliki síðar höfðu brotist út heljarinnar slagsmál eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Memphis Depay é COBRA da bolaacabou com o jogo em um lance pic.twitter.com/eHAWrKGqUJ— FluResenha (@resenhaflutt) March 28, 2025 Leikurinn hafði verið mjög dramatískur fram að þessu, þjálfari og miðjumaður Corinthians fengu báðir rautt spjald og sóknarmaður Palmeiras klúðraði víti sem hefði jafnað stöðuna í einvíginu. Nokkrum mínútum síðar þegar menn höfðu róað sig niður hélt leikurinn áfram og Corinthians hélt út 1-0 sigur. Liðið varð þar með deildarmeistari í fyrsta sinn síðan 2019 en alls var þetta 31. deildarmeistaratitillinn, sem er met. Depay fylgdi í fótspor goðsagna eins og Jaap Stam og Ruud van Nistelrooy sem komu til Manchester United frá PSV, en náði aldrei sömu hæðum. John Peters/Man Utd via Getty Images Þetta var fimmti titillinn á ferli Depay, sem gekk til liðs við Corinthians frá Atlético Madrid í fyrra en varð síðast deildarmeistari með Barcelona tímabilið 2022-23. Þar áður hafði hann leikið fyrir Lyon og Manchester United, sem keypti hann fyrir mikið fé frá uppeldisfélaginu PSV Eindhoven.
Brasilía Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira