Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 14:10 Ari Sigurpálsson var fljótur að skora sitt fyrsta mark fyrir Elfsborg. IF Elfsborg Ari Sigurpálsson átti algjöra draumabyrjun sem leikmaður Elfsborg, eftir söluna frá Víkingi, þegar hann skoraði í dag eftir að hafa spilað örfáar mínútur. Markið má sjá í greininni. Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti. Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti.
Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira