Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2025 12:31 Andrés Jónsson almannatengill og álitsgjafi segir valkyrjurnar hafa staðið sig vel á fyrstu hundrað dögunum í ríkisstjórn. Vísir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú verið við störf í hundrað daga. Almannatengill segir ríkisstjórnina hafa verið pólitískt stórtækari en hann átti von á og forystukonurnar hafa staðið sig vel. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við störfum 23. desember síðastliðinn - þremur vikum eftir að þingkosningar fóru fram. „Heilt yfir hefur þetta gengið nokkuð vel. Það eru svona helst mál, sem eru ekki beint pólitísk, sem hafa valdið því að stoðirnar undir ríkisstjórninni eru veikari en í upphafi,“ segir Andrés Jónsson almannatengill. Tærir stoðirnar Sérstaklega hefur gustað um Flokk fólksins en þónokkur hneykslismál hafa komið upp hjá flokknum á kjörtímabilinu. Má þar nefna styrkjamálið, deilur flokksins við Morgunblaðið og afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. „Allt svona tærir aðeins stoðirnar og hvert mál er eins og smá ryðblettur á samstarfsgrundvöllinn hjá ríkisstjórninni.“ Erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna hingað til Hann segir bæði mega skrifa þetta á reynsluleysi flokksins en einnig sé það þekkt að minni flokkar í ríkisstjórnum taki á sig mesta gagnrýni. Ríkisstjórnin hefur boðað ýmislegt á þessum stutta tíma - breytingar á veiðigjöldum, afturköllun á búvörulögum, dregið hefur verið úr stuðningi við Grindvíkinga, hagræðingar í ríkisrekstri verið boðaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Þær eru stórtækari pólitískt en ég átti von á og hefur gengið betur að koma sínum málum áfram. Það eru þessir hveitibrauðsdagar, þessir fyrstu 100 dagar, og þá er erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna málin bæði vegna þess að þau eru ekki komin fram, fresturinn rennur út á morgun að koma málum á þingmálaskrá, og nákvæmlega hvernig málin líta út er fyrst að koma fram núna á síðustu dögum,“ segir Andrés. „Og það er líka vegna þess að þau mál sem eru í gangi í samfélaginu verða rakin til fyrri stjórnvalda meira en þeirra sem eru nýtekin við. Núna eftir að þessum hveitibrauðsdögum lýkur færist ábyrgðin yfir á núverandi stjórnvöld.“ Nýir ráðherrar komi skemmtilega á óvart Ríkisstjórnin mælist nú með 67 prósenta stuðning en byrjaði með um 70 prósent. Andrés segir að margir í nýrri ríkisstjórn hafi komið honum skemmtilega á óvart. „Mér finnst forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa staðið sig nokkuð vel, valkyrjurnar þrjár, þær eru allar frekar sterkar í sínum hlutverkum. Jafnvel þó Inga hafi þurft að kljást við fleiri vandamál en hinar tvær,“ segir hann. „Svo finnst mér nokkrir ráðherrar vera að koma vel út, til dæmis dómsmálaráðherra. Fjármálaráðherrann er að koma vel á óvart, því hann er töluvert óreyndur sem stjórnmálamaður, er háskólamaður, mér finnst hann enn sem komið er koma vel út. Sömuleiðis umhverfis- og orkumálaráðherrann. Svo eru einhverjir ráðherrar sem eru minna áberandi eins og heilbrigðisráðherrann, háskóla- og nýsköpunarráðherrann, samgönguráðherrann. En heilt yfir er þessi ríkisstjórn enn með talsvert mikið pólitískt kapítal.“ Stjórnarandstaðan ekki náð vopnum sínum Stjórnarandstaðan þurfi að spýta í lófana. „Stjórnarandstaðan hefur ekkert endilega náð sér vel á strik. Það er samt jákvætt fyrir nýjan formann Sjálfstæðisflokksins að hann fékk þokkalega mælingu í síðustu könnun Maskínu. Þó það væri ekki mikið upp á við er það mikilvægt fyrir þann flokk og fyrir stjórnarandstöðuna að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum,“ segir Andrés. „En Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki mikið látið að sér kveða og Framsóknarflokkurinn virðist enn vera að fá margar spurningar um hvað verði um þeirra forystumál. En Sigmundur Davíð hefur haldið sig frekar til hlés og nýir þingmenn Miðflokksins.“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa boðað til fundar klukkan eitt þar sem farið verður yfir hveitibrauðsdagana. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Það er ótrúlegt, eða ekki að heyra hvernig hægri öfgamenn á Íslandi afsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Sumir skrifa greinar á Vísir.is og víðar og segja að Evrópusambandið sé vont á meðan Bandaríkin hóta því að innlima Grænland, Panama og Kanada með hervaldi. 30. mars 2025 10:02 Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. 28. mars 2025 07:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við störfum 23. desember síðastliðinn - þremur vikum eftir að þingkosningar fóru fram. „Heilt yfir hefur þetta gengið nokkuð vel. Það eru svona helst mál, sem eru ekki beint pólitísk, sem hafa valdið því að stoðirnar undir ríkisstjórninni eru veikari en í upphafi,“ segir Andrés Jónsson almannatengill. Tærir stoðirnar Sérstaklega hefur gustað um Flokk fólksins en þónokkur hneykslismál hafa komið upp hjá flokknum á kjörtímabilinu. Má þar nefna styrkjamálið, deilur flokksins við Morgunblaðið og afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. „Allt svona tærir aðeins stoðirnar og hvert mál er eins og smá ryðblettur á samstarfsgrundvöllinn hjá ríkisstjórninni.“ Erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna hingað til Hann segir bæði mega skrifa þetta á reynsluleysi flokksins en einnig sé það þekkt að minni flokkar í ríkisstjórnum taki á sig mesta gagnrýni. Ríkisstjórnin hefur boðað ýmislegt á þessum stutta tíma - breytingar á veiðigjöldum, afturköllun á búvörulögum, dregið hefur verið úr stuðningi við Grindvíkinga, hagræðingar í ríkisrekstri verið boðaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Þær eru stórtækari pólitískt en ég átti von á og hefur gengið betur að koma sínum málum áfram. Það eru þessir hveitibrauðsdagar, þessir fyrstu 100 dagar, og þá er erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna málin bæði vegna þess að þau eru ekki komin fram, fresturinn rennur út á morgun að koma málum á þingmálaskrá, og nákvæmlega hvernig málin líta út er fyrst að koma fram núna á síðustu dögum,“ segir Andrés. „Og það er líka vegna þess að þau mál sem eru í gangi í samfélaginu verða rakin til fyrri stjórnvalda meira en þeirra sem eru nýtekin við. Núna eftir að þessum hveitibrauðsdögum lýkur færist ábyrgðin yfir á núverandi stjórnvöld.“ Nýir ráðherrar komi skemmtilega á óvart Ríkisstjórnin mælist nú með 67 prósenta stuðning en byrjaði með um 70 prósent. Andrés segir að margir í nýrri ríkisstjórn hafi komið honum skemmtilega á óvart. „Mér finnst forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa staðið sig nokkuð vel, valkyrjurnar þrjár, þær eru allar frekar sterkar í sínum hlutverkum. Jafnvel þó Inga hafi þurft að kljást við fleiri vandamál en hinar tvær,“ segir hann. „Svo finnst mér nokkrir ráðherrar vera að koma vel út, til dæmis dómsmálaráðherra. Fjármálaráðherrann er að koma vel á óvart, því hann er töluvert óreyndur sem stjórnmálamaður, er háskólamaður, mér finnst hann enn sem komið er koma vel út. Sömuleiðis umhverfis- og orkumálaráðherrann. Svo eru einhverjir ráðherrar sem eru minna áberandi eins og heilbrigðisráðherrann, háskóla- og nýsköpunarráðherrann, samgönguráðherrann. En heilt yfir er þessi ríkisstjórn enn með talsvert mikið pólitískt kapítal.“ Stjórnarandstaðan ekki náð vopnum sínum Stjórnarandstaðan þurfi að spýta í lófana. „Stjórnarandstaðan hefur ekkert endilega náð sér vel á strik. Það er samt jákvætt fyrir nýjan formann Sjálfstæðisflokksins að hann fékk þokkalega mælingu í síðustu könnun Maskínu. Þó það væri ekki mikið upp á við er það mikilvægt fyrir þann flokk og fyrir stjórnarandstöðuna að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum,“ segir Andrés. „En Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki mikið látið að sér kveða og Framsóknarflokkurinn virðist enn vera að fá margar spurningar um hvað verði um þeirra forystumál. En Sigmundur Davíð hefur haldið sig frekar til hlés og nýir þingmenn Miðflokksins.“ Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa boðað til fundar klukkan eitt þar sem farið verður yfir hveitibrauðsdagana.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Það er ótrúlegt, eða ekki að heyra hvernig hægri öfgamenn á Íslandi afsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Sumir skrifa greinar á Vísir.is og víðar og segja að Evrópusambandið sé vont á meðan Bandaríkin hóta því að innlima Grænland, Panama og Kanada með hervaldi. 30. mars 2025 10:02 Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. 28. mars 2025 07:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39
Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Það er ótrúlegt, eða ekki að heyra hvernig hægri öfgamenn á Íslandi afsaka það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Sumir skrifa greinar á Vísir.is og víðar og segja að Evrópusambandið sé vont á meðan Bandaríkin hóta því að innlima Grænland, Panama og Kanada með hervaldi. 30. mars 2025 10:02
Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. 28. mars 2025 07:30