Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 16:02 Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur leikið með Kolstad frá árinu 2022. Getty/Igor Kralj Íslendingaliðið Kolstad, stórveldi í norska handboltanum undanfarin ár, var rekið með um 75 milljóna króna tapi á síðasta ári. Tapreksturinn heldur því áfram og nú getur félagið ekki lengur sótt sér stór nöfn. Frá þessu greina norskir miðlar í dag en aðalfundur félagsins er haldinn í kvöld. Hjá Kolstad eru Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson, bræðurnir Benedikt og Arnór Óskarssynir, og markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson. Sveinn er þó á förum til Frakklands í sumar. Kolstad hefur einnig haft í sínum hópi enn stærri nöfn og þar ber helstan að nefna Sander Sagosen sem félagið neyddist til að láta fara til Álaborgar strax í febrúar. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að félagið tapaði 5,9 milljónum norskra króna á árinu 2024, eða jafnvirði um 75 milljóna íslenskra króna. Það kostaði sitt fyrir Kolstad að hafa stærstu stjörnu norska handboltans, Sander Sagosen, í sínum röðum.EPA-EFE/Piotr Polak „Það er ekki gaman að vera með svona stóran mínus. Það er það ekki,“ segir Jostein Sivertsen, framkvæmdastjóri hjá Kolstad. Þetta er þriðja árið í röð sem að Kolstad er rekið með tapi en árið 2023 tapaði félagið 1,7 milljón norskra króna og árið þar áður 800.000 norskum krónum. Á þremur árum hefur félagið því tapað samtals 8,4 milljónum norskra króna sem samsvarar í dag um 106 milljónum íslenskra króna. Adresseavisen fjallar um málið og segir að stærsta afleiðingin af þessum tapsrekstri sé sú að Kolstad geti núna ekki lengur sótt topplandsliðsmenn. Ekki fyrr en takist að rétta rekstur félagsins af. „Við erum mjög meðvituð um að ná sjálfbærum og heilbrigðum rekstri. Það er krefjandi að vera í þessu efnahagsástandi sem verið hefur síðustu árin, og þá verðum við að setja fjármálin í forgang næstu árin,“ sagði Sivertsen. Norski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
Frá þessu greina norskir miðlar í dag en aðalfundur félagsins er haldinn í kvöld. Hjá Kolstad eru Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson, bræðurnir Benedikt og Arnór Óskarssynir, og markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson. Sveinn er þó á förum til Frakklands í sumar. Kolstad hefur einnig haft í sínum hópi enn stærri nöfn og þar ber helstan að nefna Sander Sagosen sem félagið neyddist til að láta fara til Álaborgar strax í febrúar. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að félagið tapaði 5,9 milljónum norskra króna á árinu 2024, eða jafnvirði um 75 milljóna íslenskra króna. Það kostaði sitt fyrir Kolstad að hafa stærstu stjörnu norska handboltans, Sander Sagosen, í sínum röðum.EPA-EFE/Piotr Polak „Það er ekki gaman að vera með svona stóran mínus. Það er það ekki,“ segir Jostein Sivertsen, framkvæmdastjóri hjá Kolstad. Þetta er þriðja árið í röð sem að Kolstad er rekið með tapi en árið 2023 tapaði félagið 1,7 milljón norskra króna og árið þar áður 800.000 norskum krónum. Á þremur árum hefur félagið því tapað samtals 8,4 milljónum norskra króna sem samsvarar í dag um 106 milljónum íslenskra króna. Adresseavisen fjallar um málið og segir að stærsta afleiðingin af þessum tapsrekstri sé sú að Kolstad geti núna ekki lengur sótt topplandsliðsmenn. Ekki fyrr en takist að rétta rekstur félagsins af. „Við erum mjög meðvituð um að ná sjálfbærum og heilbrigðum rekstri. Það er krefjandi að vera í þessu efnahagsástandi sem verið hefur síðustu árin, og þá verðum við að setja fjármálin í forgang næstu árin,“ sagði Sivertsen.
Norski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira