Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. mars 2025 15:25 Pekka Salminen getur ekki beðið eftir að byrja. vísir/Anton Pekka Salminen var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta til næstu fjögurra ára. Finninn reynslumikli er afar spenntur fyrir starfinu. Salminen er 61 árs og hefur komið víða við á ferlinum. Hann þjálfaði meðal annars kvennalandslið Finnlands árunum 2015 til 2023 og var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins 2001 til 2014. Þá hefur hann unnið sænska meistaratitla í karlaflokki sem þjálfari. Hann starfar við menntunarmál þjálfara hjá finnska körfuknattleikssambandinu en kveðst afar spenntur að komast aftur í þjálfun, með íslenska liðinu. Klippa: Nýr landsliðsþjálfari getur ekki beðið eftir að byrja „Þetta er frábær tilfinning. Ég hef hitt margt frábært fólk og ég er glaður að vera hérna. Það er mikil spenna í líkamanum,“ segir Salminen í samtali við íþróttadeild. „Þegar ég byrjaði að ræða við fólk hérna komst ég að því að hér er fagfólk og heyrði frá öðrum að það væri toppfólk hjá KKÍ. Ég fór að kynna mér íslensku deildina og leikmennina og komst að því að hér er eitthvað til að vinna með. Smátt og smátt varð ég hrifnari af þessu, það er gott fólk og góðir leikmenn. Af stað með þetta,“ segir Finninn enn fremur. Í þessari viku tekur hann viðtöl við kandídata í þjálfarateymið, sem á enn eftir að setja saman. Hann mun þá hitta leikmenn úr liðinu strax í dag. „Ég hef séð leikmennina spila en í dag mun ég fara að hitta leikmenn. Ég held það sé mikilvægast að hitta leikmennina,“ segir Salminen. En hver eru markmið hans í starfi? „Markmiðið er alltaf að komast á EM. Ég er meðvitaður um að það verður erfitt, það er bara þannig. En ég held að við getum farið að vinna lið á hærra stigi og getum horft til þess að komast á EM. Þá eru ungir og efnilegir leikmenn á leiðinni, við stefnum á að vera á betri stað eftir fjögur ár,“ segir Salminen sem getur ekki beðið eftir að byrja. „Ég er meira en spenntur. Það brennur eldur í vængjunum, ég hlakka til að byrja.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í körfubolta KKÍ Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Salminen er 61 árs og hefur komið víða við á ferlinum. Hann þjálfaði meðal annars kvennalandslið Finnlands árunum 2015 til 2023 og var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins 2001 til 2014. Þá hefur hann unnið sænska meistaratitla í karlaflokki sem þjálfari. Hann starfar við menntunarmál þjálfara hjá finnska körfuknattleikssambandinu en kveðst afar spenntur að komast aftur í þjálfun, með íslenska liðinu. Klippa: Nýr landsliðsþjálfari getur ekki beðið eftir að byrja „Þetta er frábær tilfinning. Ég hef hitt margt frábært fólk og ég er glaður að vera hérna. Það er mikil spenna í líkamanum,“ segir Salminen í samtali við íþróttadeild. „Þegar ég byrjaði að ræða við fólk hérna komst ég að því að hér er fagfólk og heyrði frá öðrum að það væri toppfólk hjá KKÍ. Ég fór að kynna mér íslensku deildina og leikmennina og komst að því að hér er eitthvað til að vinna með. Smátt og smátt varð ég hrifnari af þessu, það er gott fólk og góðir leikmenn. Af stað með þetta,“ segir Finninn enn fremur. Í þessari viku tekur hann viðtöl við kandídata í þjálfarateymið, sem á enn eftir að setja saman. Hann mun þá hitta leikmenn úr liðinu strax í dag. „Ég hef séð leikmennina spila en í dag mun ég fara að hitta leikmenn. Ég held það sé mikilvægast að hitta leikmennina,“ segir Salminen. En hver eru markmið hans í starfi? „Markmiðið er alltaf að komast á EM. Ég er meðvitaður um að það verður erfitt, það er bara þannig. En ég held að við getum farið að vinna lið á hærra stigi og getum horft til þess að komast á EM. Þá eru ungir og efnilegir leikmenn á leiðinni, við stefnum á að vera á betri stað eftir fjögur ár,“ segir Salminen sem getur ekki beðið eftir að byrja. „Ég er meira en spenntur. Það brennur eldur í vængjunum, ég hlakka til að byrja.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í körfubolta KKÍ Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira