Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 1. apríl 2025 10:02 Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Trúmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun