„Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Viðtalið við rafvirkjann Oliver Heiðarsson var tekið í nýja landeldinu sem er í byggingu í Vestmannaeyjum. stöð 2 sport Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, tók fótboltann ekki alvarlega fyrr en á unglingsaldri og var meira í öðrum íþróttum þegar hann var yngri. ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00