Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2025 22:18 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, ræðir við Gianni Infantino, forseta FIFA, á ársþingi UEFA í Belgrad. Getty/Tullio Puglia Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu er ekki hrifinn að þeirri hugmynd að fjölga enn meira á heimsmeistaramóti karla í fótbolta. FIFA er nú að velta því fyrir sér að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM upp í 64 lið. Næsta HM fer fram næsta sumar og þar munu 48 þjóðir taka þátt en 32 þjóðir voru á síðasta heimsmeistaramóti 2022. Þetta hefur verið í umræðunni eftir að tillaga kom frá stjórnarmanni frá Úrúgvæ á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins. ESPN segir frá. Það væri þá verið að fjölga þjóðum um sextán á tveimur heimsmeistaramótum í röð og það án þess að reynsla sé komin á 48 þjóða heimsmeistarakeppni. „Þessi tillaga kom mér jafnvel meira á óvart en ykkur,“ sagði Aleksander Ceferin á blaðamannafundi eftir ársþing UEFA í Belgrad í Serbíu. „Ég tel að þetta sé slæm hugmynd,“ sagði Ceferin sem er líka varaforseti FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill fjölga þátttökuþjóðum enn meira, og er að reyna að koma þessu í gegn. Svo margar þátttökuþjóðir hefðu auðvitað það í för mér sér að gæðin myndu minnka og að það þyrfti einnig að koma fyrir 128 leikjum á rúmum mánuði. „Þetta er ekki góð hugmynd fyrir sjálfa heimsmeistarakeppnina og þetta er heldur ekki gott fyrir undankeppnina,“ sagði Ceferin. UEFA er með sextán sæti á HM 2026 og það hefur kallað á breytta undankeppni. Nú eru riðlarnir tólf og sumar þjóðir spila færri leiki en öll undankeppnin fer fram í ár. Spánn og Portúgal halda HM 2030 ásamt Marokkó en Suðurameríkuþjóðirnar Argentína, Paragvæ og Úrúgvæ hýsa einn leik í byrjun móts til að halda upp á að það eru hundrað ár liðin frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fór fram í Úrúgvæ 1930. „Það er skrýtið að við fengum ekki að vita neitt um þessa tillögu áður en hún kom fyrir þingið. Ég veit ekki hvaðan hún kom,“ sagði Ceferin. FIFA UEFA HM 2030 í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
FIFA er nú að velta því fyrir sér að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM upp í 64 lið. Næsta HM fer fram næsta sumar og þar munu 48 þjóðir taka þátt en 32 þjóðir voru á síðasta heimsmeistaramóti 2022. Þetta hefur verið í umræðunni eftir að tillaga kom frá stjórnarmanni frá Úrúgvæ á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins. ESPN segir frá. Það væri þá verið að fjölga þjóðum um sextán á tveimur heimsmeistaramótum í röð og það án þess að reynsla sé komin á 48 þjóða heimsmeistarakeppni. „Þessi tillaga kom mér jafnvel meira á óvart en ykkur,“ sagði Aleksander Ceferin á blaðamannafundi eftir ársþing UEFA í Belgrad í Serbíu. „Ég tel að þetta sé slæm hugmynd,“ sagði Ceferin sem er líka varaforseti FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill fjölga þátttökuþjóðum enn meira, og er að reyna að koma þessu í gegn. Svo margar þátttökuþjóðir hefðu auðvitað það í för mér sér að gæðin myndu minnka og að það þyrfti einnig að koma fyrir 128 leikjum á rúmum mánuði. „Þetta er ekki góð hugmynd fyrir sjálfa heimsmeistarakeppnina og þetta er heldur ekki gott fyrir undankeppnina,“ sagði Ceferin. UEFA er með sextán sæti á HM 2026 og það hefur kallað á breytta undankeppni. Nú eru riðlarnir tólf og sumar þjóðir spila færri leiki en öll undankeppnin fer fram í ár. Spánn og Portúgal halda HM 2030 ásamt Marokkó en Suðurameríkuþjóðirnar Argentína, Paragvæ og Úrúgvæ hýsa einn leik í byrjun móts til að halda upp á að það eru hundrað ár liðin frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fór fram í Úrúgvæ 1930. „Það er skrýtið að við fengum ekki að vita neitt um þessa tillögu áður en hún kom fyrir þingið. Ég veit ekki hvaðan hún kom,“ sagði Ceferin.
FIFA UEFA HM 2030 í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira