Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. apríl 2025 08:24 Kuldakastið í fyrra kom illa niður á bændastéttinni. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu síðasta sumar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er minnt á að sumarið 2024 hafi verið óvenju kalt og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er um að ræða kaldasta sumar á landsvísu síðan árið 1998. „Stuðningur verður tvíþættur, annars vegar vegna afurða- og gripatjóns sem atvinnuvegaráðuneytið annast og hins vegar vegna tjóns á hey og uppskeru sem fellur undir hlutverk Bjargráðasjóðs. Gert er ráð fyrir að stuðningur verði greiddur til ríflega 300 búa,“ segir ennfremur. Ennfremur segir að 60% af heildarstuðningi fari til framleiðenda á Norður- og Austurlandi en þau landssvæði urðu verst úti í kuldakastinu í júní 2024. „Þá er áætlað að um 35% stuðningsins fari til framleiðenda á Suðurlandi þar sem rigning og kuldi ollu miklu tjóni á uppskeru.“ Þá er bent á að samkvæmt Hagstofu Íslands var kartöfluuppskera ársins 2024 sú minnsta síðan 1993, gulrótauppskera ársins sú minnsta í 11 ár og kornuppskera sú minnsta frá árinu 2018. „Utan kuldakastsins á Norður- og Austurlandi í júní 2024 var tíðarfar erfitt víðar á landinu um sumarið, einkum vegna mikilla rigninga og hvassviðris,“ segir einnig. „Í júní snjóaði óvenju mikið á Norðurlandi miðað við árstíma, sumarið einkenndist af lægðagangi, mikilli vætutíð og var óvenjulega úrkomusamt um land allt. Hýsa þurfti búfé sem var komið á beit, sem ekki tókst í öllum tilvikum og fórst umtalsverður fjöldi gripa. Einkum var um að ræða sauðfé, en nokkur dæmi voru einnig um nautgripi og hross. Þá hafði veðurfarið einnig neikvæð áhrif á uppskeru og afurðir ársins.“ Ráðuneytið segir að til að gera viðbrögð skilvirkari og markvissari sé nú gert ráð fyrir að framtíðarfyrirkomulag sjóða sem bæta náttúruvá verði endurskoðað, þ.m.t. samlegðar og hagræðingartækifæri. Að auki verði áfram unnið að stefnumótun um náttúruvá, sbr. skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá apríl 2023. Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er minnt á að sumarið 2024 hafi verið óvenju kalt og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er um að ræða kaldasta sumar á landsvísu síðan árið 1998. „Stuðningur verður tvíþættur, annars vegar vegna afurða- og gripatjóns sem atvinnuvegaráðuneytið annast og hins vegar vegna tjóns á hey og uppskeru sem fellur undir hlutverk Bjargráðasjóðs. Gert er ráð fyrir að stuðningur verði greiddur til ríflega 300 búa,“ segir ennfremur. Ennfremur segir að 60% af heildarstuðningi fari til framleiðenda á Norður- og Austurlandi en þau landssvæði urðu verst úti í kuldakastinu í júní 2024. „Þá er áætlað að um 35% stuðningsins fari til framleiðenda á Suðurlandi þar sem rigning og kuldi ollu miklu tjóni á uppskeru.“ Þá er bent á að samkvæmt Hagstofu Íslands var kartöfluuppskera ársins 2024 sú minnsta síðan 1993, gulrótauppskera ársins sú minnsta í 11 ár og kornuppskera sú minnsta frá árinu 2018. „Utan kuldakastsins á Norður- og Austurlandi í júní 2024 var tíðarfar erfitt víðar á landinu um sumarið, einkum vegna mikilla rigninga og hvassviðris,“ segir einnig. „Í júní snjóaði óvenju mikið á Norðurlandi miðað við árstíma, sumarið einkenndist af lægðagangi, mikilli vætutíð og var óvenjulega úrkomusamt um land allt. Hýsa þurfti búfé sem var komið á beit, sem ekki tókst í öllum tilvikum og fórst umtalsverður fjöldi gripa. Einkum var um að ræða sauðfé, en nokkur dæmi voru einnig um nautgripi og hross. Þá hafði veðurfarið einnig neikvæð áhrif á uppskeru og afurðir ársins.“ Ráðuneytið segir að til að gera viðbrögð skilvirkari og markvissari sé nú gert ráð fyrir að framtíðarfyrirkomulag sjóða sem bæta náttúruvá verði endurskoðað, þ.m.t. samlegðar og hagræðingartækifæri. Að auki verði áfram unnið að stefnumótun um náttúruvá, sbr. skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá apríl 2023.
Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira