„Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2025 14:31 Ingibjörg Sigurðardóttir í leiknum gegn Noregi sem endaði með markalausu jafntefli. vísir/anton Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson segja áhugann á íslenska kvennalandsliðinu mikinn. Þau myndu samt vilja sjá betri mætingu á leiki liðsins. Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira