Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 23:58 Erjur ofurstjarnanna tveggja rekja sig 21 ár aftur í tímann. Getty Poppstjarnan Madonna og rokkstjarnan Elton John segjast orðin vinir á ný eftir rúmlega tuttugu ára langar erjur þeirra á milli. Madonna birti mynd á Instagram í dag þar sem hún sagði þau loksins hafa grafið stríðsöxina. Hún hafi farið að sjá hann spila í skemmtiþættinum Saturday Night Live og ákveðið í lok þáttarins að fara baksviðs og ná á rokkarann. „Mér sárnaði að maður sem ég liti svo upp til skyldi deila því opinberlega hve illa honum líkaði við mig sem listamann,“ skrifar hún í færslunni. Erjur Madonnu og Eltons má rekja til Q-verðlaunahátíðarinnar árið 2004, þegar hann sakaði hana um að „mæma“ þegar hún flytti lögin sín, í þakkarræðu sinni fyrir klassísk lagasmíð. Síðan þá hafa þau skipst á úthúðunum um hvert annað opinberlega. Féllust í faðma Á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2012 skaut Madonna Elton ref fyrir rass í flokknum besta frumsamda lag fyrir lagið Masterpiece úr myndinni W.E. en framlag Eltons var lagið Hello Hello úr myndinni Gnomeo & Juliet. Í viðtali á rauða dreglinum rétt fyrir verðlaunahátíðina sagði Elton Madonnu ekki eiga „séns í helvíti“ á að sigra hann. Eftir færslu Madonnu virðast þau þó hafa náð sáttum og grafið stríðsöxina, eins og hún orðar það, eftir að hafa mæst á setti SNL laugardaginn. „Þegar ég mætti honum var það fyrsta sem hann sagði við mig: Fyrirgefðu mér, og þar með hrundi veggurinn milli okkar. Fyrirgefning er áhrifaríkt fyrirbæri. Innan tíðar féllumst við í faðma,“ segir í færslu Madonnu. Þá sagði hún Elton hafa skrifað fyrir hana lag og beðið hana um samstarf. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Hollywood Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Madonna birti mynd á Instagram í dag þar sem hún sagði þau loksins hafa grafið stríðsöxina. Hún hafi farið að sjá hann spila í skemmtiþættinum Saturday Night Live og ákveðið í lok þáttarins að fara baksviðs og ná á rokkarann. „Mér sárnaði að maður sem ég liti svo upp til skyldi deila því opinberlega hve illa honum líkaði við mig sem listamann,“ skrifar hún í færslunni. Erjur Madonnu og Eltons má rekja til Q-verðlaunahátíðarinnar árið 2004, þegar hann sakaði hana um að „mæma“ þegar hún flytti lögin sín, í þakkarræðu sinni fyrir klassísk lagasmíð. Síðan þá hafa þau skipst á úthúðunum um hvert annað opinberlega. Féllust í faðma Á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2012 skaut Madonna Elton ref fyrir rass í flokknum besta frumsamda lag fyrir lagið Masterpiece úr myndinni W.E. en framlag Eltons var lagið Hello Hello úr myndinni Gnomeo & Juliet. Í viðtali á rauða dreglinum rétt fyrir verðlaunahátíðina sagði Elton Madonnu ekki eiga „séns í helvíti“ á að sigra hann. Eftir færslu Madonnu virðast þau þó hafa náð sáttum og grafið stríðsöxina, eins og hún orðar það, eftir að hafa mæst á setti SNL laugardaginn. „Þegar ég mætti honum var það fyrsta sem hann sagði við mig: Fyrirgefðu mér, og þar með hrundi veggurinn milli okkar. Fyrirgefning er áhrifaríkt fyrirbæri. Innan tíðar féllumst við í faðma,“ segir í færslu Madonnu. Þá sagði hún Elton hafa skrifað fyrir hana lag og beðið hana um samstarf. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna)
Hollywood Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning